Góðir fyrirboðar

Eins og ég sagði þá kemur þetta ekki í sérstakri röð. Svo næsta bók er önnur af tveimur eftir sama höfund. Höfund sem ég komst í kynni við í gegnum ensku kennarann minn í menntaskóla. Sem var fyrir margt löngu. Svo löngu að það virkar hálf óraunverulega. En þetta var frábær ensku kennari. Nefni hann ekki frekar en ég geri yfirleit hér. En á þessum tíma hafði áhugi minn á þessari tegund bókmennta. Reyndar bókmenntum yfirhöfuð vaxið hröðum skrefum. Held meira að segja að mér sé óhætt að segja að ég hafi sjaldan lesið jafnmikið magn af bókmenntum eins og á þessum tíma. Bæði var það hluti af náminu. Svo líka hefur maður kannski meiri tíma.

Hjá þessum kennara sat ég kúrs í ævintýra og vísindaskáldskap. Svo þessi umfjöllun yrði öðruvísi ef ég hefði ekki gert það. Ég hafði á þeim tíma komist í gegnum nokkuð magn af þessum ágætu sögum. Málið var að á þessum tíma rak bandaríska ríkið hér menningastofnun. Sem reyndar Sovétríkin gerðu líka, Frakkar og Þjóðverjar. En ég hafði sem sagt mestan áhuga á þeirri bandarísku. Þetta var fyrir tíma Amazon og ég held að ég hafi verið komin langt með að klára allt það sem bókasöfn landsins buðu upp á í þessum flokki sagna. Í það minnsta eftir því sem ég best vissi. Svo þá komst ég að því að þarna í Vesturbænum var rekin menningarstofnun. Svo ég flutti mig þangað. Komst í góðan bókakost. Þarna var nefnilega nokkuð gott safn af Vísindaskáldskap. Svo ég tók strætó. Man ekki hvort ég var ekki kominn með bílpróf. Eða átti bara ekki gott með að fá bíl. Sem leið lá í Vesturbæinn. Ekki það komi sögunni mikið við. Nema það koma jú Bandaríkjamenn fyrir í henni. En vegna þessa mikla áhuga og lesturs. Þá hafði ég lesið heilmikið af svona sögum. Held að þessum enskukennara hafi fundist það skemmtilegt. Svo hann benti mér á Terry Pratchett.

Sem þá hafði gefið út 2 bækur og ég náði mér í fyrstu kynni af ævintýraheimi Terry Pratchett. Sem ég hef haldið sambandi við nær óslitið síðan. Reyndar hefur mér í seinni tíð heldur farið að draga úr gæðunum. En það eru tvær sögur sem eru í sérstöku uppáhaldi. Hér ætla ég að nefna aðra þeirra. Good Omens er nokkuð sér á báti af þeim sögum sem Terry Pratchett hefur skrifað. Í fyrsta lagi þá er hún skrifuð með Neil Gaiman sem raunar á eftir að koma meira við sögu. Í öðru lagi þá gerist hún ekki í þeim heimi sem Terry Pratchett er frægastur fyrir. En hins vegar skortir ekkert á flugbeitann húmorinn. Sumt finnst mér kannski fyndnara en öðrum. Sökum þess að ég bjó um tíma í Bretlandi og hef raunar fylgst mikið með umræðum þar. Svo það eru ákveðnir þættir sem ná betur til mín en þeirra sem ekkert þekkja til í Bretlandi. Annars er umfjöllunarefnið klassískt söguefni í þessum geira. Raunar segir nafnið eitt ákveðna sögu. Good Omens segir sem sagt sögu af syni djöfulsins. En eins og oft vil verða í sköpunarverkum Terry Pratchett þá fer ýmislegt úrskeiðis. Ég ætla mér ekkert að rekja söguþráðinn frekar. Mæli með þessari ef þig vantar skemmtun í skammdeginu. Þú átt eftir að hlakka til næstu heimsendaspár.

Ummæli

Vinsælar færslur