Gotham dagur 2 seinni hluti
Stundum er maður meiri snillingur en aðra daga. Eða önnur kvöld. Við feðgarnir höfðum átt flottan dag hér í Gotham. Tókum hálfan daginn í að versla. Ég tók svo meiri búðar rispu. Held meira að segja ég eigi eftir að skipta einhverju af því sem ég keypti. En það er önnur saga. En ég hafði ákveðið að við yrðum að kíkja á Babbo. Málið var að ég hafði lesið inn á blogginu hjá stúlkunni í stórborginni fyrr á árinu að þetta væri frábær staður. Raunar einn sá vinsælasti í New York. Svo við fórum snemma af stað.
Sem átti eftir að koma sér vel. Því þegar við komum inn á staðinn. Þá var okkur sagt að það væri laust. En aðeins ef við værum til í að borða strax. Þetta er staður neðarlega á Manhattan. Rétt hjá háskólanum og frægur fyrir ítalskan mat. Ég byrjaði á hráskinku. Sá gamli fékk sér síðan svínakótelettur. Raunar alveg tvöfaldan skammt. Á meðan ég fékk mér leyniréttinn. Hafði heyrt á podcastinu hjá New York Times að það gæti verið skemmtilegt. Veit ekki alveg hvað ég fékk að borða. En það var pasta, svín og eitthvað grænt. Fengum okkur létt grillað grænt með þessu. Ég fann eitthvað sæmilegt ítalskt með þessu. Við vorum alveg í gírnum yfir matnum. En þjónustan hefði mátt vera betri.
Það var mikið að gera. En mér er alveg sama. Sumir aðrir á staðnum fengu mun meiri athygli en við. Veit ekki hvað það var. En ég er ekkert viss um að ég væri alveg glaður með þetta. Nema hvað eftirrétturinn bjargaði þessu alveg. Hann var besti eftirréttur sem ég man eftir. Veit um fólk sem segir að uppáhaldsmaturinn þeirra sé ís. Það verður að fara þarna. Þó það sé ekki nema til að smakka þennan eftirrétt. Vá, hvað mér fannst þetta gott. Þetta gjörsamlega bjargaði öllu kvöldinu. Sem var ekki búið enn.
Því eftir að hafa klárað eftirréttinn og tvöfaldan expresso. Þá héldum við heim á leið. Af því að við tókum neðanjarðarlestina niður á 4 stræti. Þá fannst mér sniðugt að taka hana heim. En hvort sem það var 8 ára Calvados eða gleði yfir eftirréttinum. Þá steingleymdi ég mér. Við vorum komnir til Queens. Áður en ég vaknaði. Svo það tók okkur rúmlega klukkutíma að komast heims á hótel. Ég verð að taka þessi mistök á mig. Sá gamli var ekki alveg hress með þetta. Ég verð að reyna að bæta honum þetta upp á morgunn. Eins gott að steikhúsið verði í lagi.
Sem átti eftir að koma sér vel. Því þegar við komum inn á staðinn. Þá var okkur sagt að það væri laust. En aðeins ef við værum til í að borða strax. Þetta er staður neðarlega á Manhattan. Rétt hjá háskólanum og frægur fyrir ítalskan mat. Ég byrjaði á hráskinku. Sá gamli fékk sér síðan svínakótelettur. Raunar alveg tvöfaldan skammt. Á meðan ég fékk mér leyniréttinn. Hafði heyrt á podcastinu hjá New York Times að það gæti verið skemmtilegt. Veit ekki alveg hvað ég fékk að borða. En það var pasta, svín og eitthvað grænt. Fengum okkur létt grillað grænt með þessu. Ég fann eitthvað sæmilegt ítalskt með þessu. Við vorum alveg í gírnum yfir matnum. En þjónustan hefði mátt vera betri.
Það var mikið að gera. En mér er alveg sama. Sumir aðrir á staðnum fengu mun meiri athygli en við. Veit ekki hvað það var. En ég er ekkert viss um að ég væri alveg glaður með þetta. Nema hvað eftirrétturinn bjargaði þessu alveg. Hann var besti eftirréttur sem ég man eftir. Veit um fólk sem segir að uppáhaldsmaturinn þeirra sé ís. Það verður að fara þarna. Þó það sé ekki nema til að smakka þennan eftirrétt. Vá, hvað mér fannst þetta gott. Þetta gjörsamlega bjargaði öllu kvöldinu. Sem var ekki búið enn.
Því eftir að hafa klárað eftirréttinn og tvöfaldan expresso. Þá héldum við heim á leið. Af því að við tókum neðanjarðarlestina niður á 4 stræti. Þá fannst mér sniðugt að taka hana heim. En hvort sem það var 8 ára Calvados eða gleði yfir eftirréttinum. Þá steingleymdi ég mér. Við vorum komnir til Queens. Áður en ég vaknaði. Svo það tók okkur rúmlega klukkutíma að komast heims á hótel. Ég verð að taka þessi mistök á mig. Sá gamli var ekki alveg hress með þetta. Ég verð að reyna að bæta honum þetta upp á morgunn. Eins gott að steikhúsið verði í lagi.
Ummæli
góða skemmtun áfram í Eplinu:)