Ah jólin

Ég er búinn að hafa það svakalega gott yfir jólin. Alveg nauðsynlegt að fá svona langar helgar. Ég var líka rólegur. Skil ekki alveg fólk sem finnst nauðsynlegt að djamma yfir jólin. Veit að sumir fá kláða á Þorláksmessu. Aðrir geta helst ekki lifað af annan jóladag. Þetta hefur mér lengi þótt undarlegur siður. Jólin hjá mér eru nefnilega hvíldarstund. Þá geri ég helst ekkert sem mér leiðist að gera. Borða góðan mat. Leyfi mér að vera latur. Í þessu felast mín jól. Ekki í því að sækja í aðra skemmtun. En raunar er smátt og smátt að verða meira að gera hjá mér.

Fyrir það fyrsta er ég í þeirri aðstöðu að vera einbýlingur og því boðið í mat. Þarf þess vegna lítið að elda, en þeim mun mikilvægara að vera klár í matarboðin. Í öðru lagi þá hef ég verið að þjálfa mig í Flugbjörgunarsveitinni. Sem þýðir að það er gert ráð fyrir mér í flugeldasölu. Ég mun verða við sölu á slíku á fimmtudaginn upp í Seljahverfi og á laugardaginn í aðalstöðvum Flugbjörgunarsveitanna. Svo kíkið á mig og styrkið gott málefni í leiðinni. Svo hægt og bítandi fækkar letistundunum. Sem er eðlilegt. Mér líka verið bent á að fyrir fólk sem býr í fjölskyldum með börnum. Þá eru engar letistundir. Jólin raunar erfiður tími því nálægðin eykst. Raunar eru dauðsföll fylgifiskur þessa tíma. Ætla bara að leyfa þér að komast að því afhverju.

Því mér að óvörum þá voru þetta hin gleðilegustu jól. Ég fékk góðan mat. Drakk góð vín. Hitti mína nánustu fjölskyldu og vini. Tapaði reyndar í Trivial en það var ekki hvað síst fyrir skemmtilegar spurningar. Eins og þessa. Hvaða hálfbrauð var fundið upp til að fagna sigri yfir Tyrkjum við Vín árið 1683? Svarið er þjóðsaga samkvæmt Wikipedia. Enda ætla ég mér ekki að taka þátt aftur í Trivial nema hafa Wikipedia við höndina til að sannreyna svörin. Ég heyrði aðrar spurningar sem ég er viss um að voru bull. En hver fer svo sem að rífast yfir spurningum í Trivial? En það var virkilega skemmtilegt að hitta allt þetta fólk. En nú líður að áramótum og þá kemur ársupprifjun. Ýmislegt sem er vert að rifja upp og núna koma myndir með. Ég er líka með góða bók sem ég ætla að benda ykkur á. Svona ef þið fenguð ekkert að lesa um jólin.

Ég verð annars að segja ykkur frá því að ég er alveg dottinn inn í Heroes. Sem byrjar í sýningum á Skjá Einum núna í janúar. Þetta eru ekki sérstakir strákaþættir. Eru bara skemmtilegt sjónvarpsefni. Þetta er svona í fyrsta skipti sem ég sé teiknimyndasögu komið í sjónvarp. Minnir um margt á X-Men. Ekki alveg fjarskilt. En samt nægilega ljúft til þess að hægt sé að sýna þetta í Bandarísku sjónvarpi. Það kemur raunar lítið niðrá þessari séríu. Í það minnsta er margt þarna sem ég býst við að hefði bara sést í kapalsjónvarpi fyrir nokkrum árum. En svo undarlegt sem það nú er. Þá er ofbeldi alltaf líklegra til þess að sjást í bandarísku sjónvarpsefni, fremur en heitar ástarsenur. Eða eitthvað þaðan af kinky. Mæli samt eindregið með Heroes. Skemmtilegir þættir. Sérstaklega fyrir SciFi áhugafólk eins og mig. Svo sá ég líka þessa svakalega flottu myndaseríu. Drop Dead Gorgeous. Ekkert jólalegt við hana. En mikið fannst mér þetta samt flott. Svo þarf ég að fara að leita að nokkrum afmælis og jólagjöfum. En jólin eru ekki búin fyrr en 6. janúar

Ummæli

Nafnlaus sagði…
gott að þú hafðir það náðugt um jólin, ætla að koma við og kaupa stjörnuljós hjá þér;)

gleðilega rest:D

Vinsælar færslur