Manhattan hringurinn

Ég var ekki alveg í besta forminu í morgunn. En vaknaði samt eins og ekkert væri rétt um 7. Fór og kíkti á póstinn minn.Viti menn. Eins gott að ég borga 10 dollar á sólarhring fyrir netaðgang. Málið er nefnilega að þetta er merkilegur dagur fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá. Við vorum nefnilega skráð á markað í dag. ICEX sem ICEAIR. Yfirleit ekki eitthvað sem ég ræði mikið hér. Enda er þetta ekki hluti af vinnu. Heldur eitthvað sem ég vil ekki tengja of mikið við starfið. En mín biðu verkefni um það leiti sem sólin kom upp á Manhattan.



Svo þrátt fyrir að vera svona soldið rustic þegar ég vaknaði í morgunn. Létt eikaður. Þá var ég í stuði. Kom öllu í farveg sem þurfti. Tryggði að upplýsingaflæðið var í lagi. Vona að það hafi orðið til gleði fyrir alla sem á þurftu að halda. Við vorum sem sagt frekar rólegir í gang í morgunn. En þvílík breyting á veðrinu. Orðið miklu hlýra. En varla að ég gæti séð yfir Manhattan. Eiginlega bara hreint ekki. Öllum þessum raka fylgdi mistur. En á móti kom að hér er 12 stiga hiti. Yndislegt vor veður. Sem allir hér búast við að eigi eftir að breytast í hörku vetur. En í dag var flott veður. Svo í stað þess að eyða deginum á söfnum (plan b ef það er vont veður). Þá fórum við í siglingu í kringum Manhattan.



Þetta var eitthvað sem hafði verið mælt með á Trip Advisor. En það er vefur sem ég skoða ef ég er á leið eitthvað til útlanda og vantar meðmæli með hótelum eða öðru sem er í gangi á viðkomandi stað. Þetta er vefur sem fólk eins og ég (og þú vonandi) skrifum. Segjum frá því hvað okkur finnst um það sem við upplifum. Svo þetta er ekkert svona sölu bull. Heldur bara hreint út það sem fólki finnst. Þannig skoðaði ég umsögn um hótelið okkar. Hotel Beacon. Sem hefur alveg staðið undir væntingum. Mæli með því ef þú ert á leið til New York í frí. En í dag sigldi ég sem sagt í fyrsta skipti hringinn í kringum Manhattan. Þessi hringur tekur 3 tíma. Með fínum leiðsögumanni. Ef þú ert á þessum slóðum og veðrið er rétt. Eins og var hjá okkur í dag. Þá er þetta fínn hringur. Núna er steikhúsið næst á dagskrá. Það á ekki eftir að valda vonbrigðum. Verður líka tekinn leigubíll báðar leiðir. Ekki sömu mistök tvo daga í röð.



Er líka búinn að vera duglegur að versla. Það eru afmælis og jólagjafir. Taskan mín er sprungin. Svo ég varð að finna mér nýja. Keypti mér dýrustu tösku sem ég hef nokkurn tíma keypt. En var samt á útsölu. Finnst ég hafa gert góð kaup. Enda verður allur farangurinn að komast heim. Þrátt fyrir að ég hafi notað kortið mitt. Þá passa ég mig auðvitað á því að halda mig innan leyfilegra tollamarka. Eða myndi ég virkilega viðurkenna annað opinberlega?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
úff...mér verður alveg illt, ég elska NY. langar þangað núna.

góða skemmtun áfram feðgar :)

Vinsælar færslur