Fyrsti dagur í stórborginni
Við feðgarnir vorum snemma á ferðinni í morgunn. Það fylgir þessum ferðalögum í Westur átt að ég vakna snemma. Fyrst rétt um 5 í morgunn. Það er nefnilega 5 tíma mismunur á okkur og Íslandi. Svo 5 kom ekkert sérstaklega á óvart. En við rukum nú ekki á fætur þá. Leyfðum okkur að sofa fram til 7. Tók mynd af því þegar sólin kom upp. Annars er ég stundum rosalegur snillingur. Tókst að taka með mér myndavél og rafhlöðu. En rafhlöðuna gleymdi ég að hlaða áður en við lögðum af stað. Svo að sjálfsögðu var hún tóm þegar til átti að taka. Svo ég hef verið að nota símann til að taka myndir.
Það var líka bara sæmilega notalegt veður þegar við lentum hér í gærkvöldi. Svo ég var svolítið bjartsýn. Fannst eins og ég þyrfti ekkert að vera svakalega vel klæddur. Ákvað samt að fara í dúninn. En eiginlega ekkert mikið meira en það. Hélt ég yrði frekar of mikið dúðaður. En reyndin varð önnur. Því hér hefur rakinn verið að aukast. Heldur orðið kaldara eftir því sem leið á daginn. Svo okkur var orðið frekar kalt að sitja í útsýnisrútu úti undir beru lofti. Vorum ekki þeir einu sem kvörtuðu undan kulda, en þóttum samt líklegir til að þola hann þegar við svöruðum því að við værum frá Íslandi. Held að fólk haldi að á Íslandi búi sérstakur kynstofn sem þoli kulda betur en annað fólk.
En upp úr 8 lögðum við af stað frá hótelinu. Erum á fínu hóteli, Hotel Beacon, sem er á upper midwest á Manhattan. Á Broadway og 75 stræti. Sem er rétt við neðanjarðarlest og við vorum ekki lengi að koma okkur niðrá Times Square. Við höfðum að sjálfsögðu keypt okkur miða í útsýnistúrinn á Netinu. Hefðum svo sem getað sleppt því. Sá ekki alveg að við höfum fengið neitt mikið út úr því. En gamla fannst gaman að sjá Times Square. Þar fórum við inn á fyrsta Starbucks (en ekki þann síðasta) og náðum okkur í kaffi. Síðan var haldið af stað í ferðina. Við eigum miða sem gildir í skoðunarferð um Manhattan. Raunar alveg yfir til Brooklyn. En ég sé nú samt ekki að við eigum eftir að nýta hann alveg fram í rauðan dauðann. Hér er nefnilega spáð leiðindaveðri á morgunn. En spáum í það á morgunn.
Í dag afrekuðum við hins vegar ýmislegt. Fórum upp í Empire State eldsnemma. Ekkert of mikið af fólki. Það er nefnilega best að fara þangað snemma. Tókum myndir allan hringinn af útsýninu. Eftir að hafa skoðað borgina að ofan, komum við okkur aftur í rútuna. Héldum neðar á Manhattan. Fórum út við Chinatown þar sem við tókum hádegismat. Fórum í Dim Sum á Jing Fong á Elizabeth Road. Sem var upplifun. Málið er að Dim Sum er svona kínverskt brunch. Þarna var þetta alveg hefðbundið. Komið með réttina á vögnum og svo valdi maður það sem manni leyst á. Ég tók gott úrval. Með þessu fær maður te. Við borðuðum þangað til við vorum að niðurlotum komnir. Þetta kostaði okkur 20 dollara með þjórfé. Ég hefði alveg getað gengið út um allt þarna á þessu svæði. En sá gamli er ekki alveg svo fótafær að ég legði það á hann. Vil að hann hafi gaman að þessu. Þetta virki ekki eins og einhver þolraun.
Í kjölfarið á hádegismatnum lögðum við aftur land undir fót. Eða fundum rútuna aftur. Héldum áfram niður Manhattan og enduðum í Battersea Park. Þaðan er fínt að horfa út á Frelsisstyttuna. Sem er ekkert rosa merkilegt að heimsækja. Fórum framhjá Wall Street. Ground Zero. Röltum aðeins þarna um. Alltaf eitthvað í gangi á þessum stað, enda túristar í hópum. Þarna vorum við aðeins farnir að finna fyrir kulda. Fundum okkur þess vegna kaffi og heit kakó. Spáðum í spilin og ákváðum að halda áfram rúntinum. Fórum framhjá South Sea Port Museum. Þar sem mér skilst að sé frábær sýning í gangi um manslíkamann. En það er bara alls ekki tebolli þess gamla. Svo við héldum bara áfram. Kólnuðum hratt niður. Slepptum Sameinuðu Þjóðunum. Sáum samt íslenska fánann. Hann er við hliðina á þeim Indverska. Fórum út við Rockefeller Center. Sáum jólatréð og skautasvæðið. Gengum framhjá Radio City Music Hall. Komum okkur í neðanjarðarlestina og upp á hótel. Þegar þangað var komið var ein rauð opnuð. Geri ráð fyrir að við höfum það notalegt það sem eftir lifir dagsins. En varla verður það samt fram eftir öllu. Á morgunn ræðst dagskrá af veðri. Ef spáin gengur eftir á að vera leiðinda veður. Sem hentar fínt í innkaupaferð.
Það var líka bara sæmilega notalegt veður þegar við lentum hér í gærkvöldi. Svo ég var svolítið bjartsýn. Fannst eins og ég þyrfti ekkert að vera svakalega vel klæddur. Ákvað samt að fara í dúninn. En eiginlega ekkert mikið meira en það. Hélt ég yrði frekar of mikið dúðaður. En reyndin varð önnur. Því hér hefur rakinn verið að aukast. Heldur orðið kaldara eftir því sem leið á daginn. Svo okkur var orðið frekar kalt að sitja í útsýnisrútu úti undir beru lofti. Vorum ekki þeir einu sem kvörtuðu undan kulda, en þóttum samt líklegir til að þola hann þegar við svöruðum því að við værum frá Íslandi. Held að fólk haldi að á Íslandi búi sérstakur kynstofn sem þoli kulda betur en annað fólk.
En upp úr 8 lögðum við af stað frá hótelinu. Erum á fínu hóteli, Hotel Beacon, sem er á upper midwest á Manhattan. Á Broadway og 75 stræti. Sem er rétt við neðanjarðarlest og við vorum ekki lengi að koma okkur niðrá Times Square. Við höfðum að sjálfsögðu keypt okkur miða í útsýnistúrinn á Netinu. Hefðum svo sem getað sleppt því. Sá ekki alveg að við höfum fengið neitt mikið út úr því. En gamla fannst gaman að sjá Times Square. Þar fórum við inn á fyrsta Starbucks (en ekki þann síðasta) og náðum okkur í kaffi. Síðan var haldið af stað í ferðina. Við eigum miða sem gildir í skoðunarferð um Manhattan. Raunar alveg yfir til Brooklyn. En ég sé nú samt ekki að við eigum eftir að nýta hann alveg fram í rauðan dauðann. Hér er nefnilega spáð leiðindaveðri á morgunn. En spáum í það á morgunn.
Í dag afrekuðum við hins vegar ýmislegt. Fórum upp í Empire State eldsnemma. Ekkert of mikið af fólki. Það er nefnilega best að fara þangað snemma. Tókum myndir allan hringinn af útsýninu. Eftir að hafa skoðað borgina að ofan, komum við okkur aftur í rútuna. Héldum neðar á Manhattan. Fórum út við Chinatown þar sem við tókum hádegismat. Fórum í Dim Sum á Jing Fong á Elizabeth Road. Sem var upplifun. Málið er að Dim Sum er svona kínverskt brunch. Þarna var þetta alveg hefðbundið. Komið með réttina á vögnum og svo valdi maður það sem manni leyst á. Ég tók gott úrval. Með þessu fær maður te. Við borðuðum þangað til við vorum að niðurlotum komnir. Þetta kostaði okkur 20 dollara með þjórfé. Ég hefði alveg getað gengið út um allt þarna á þessu svæði. En sá gamli er ekki alveg svo fótafær að ég legði það á hann. Vil að hann hafi gaman að þessu. Þetta virki ekki eins og einhver þolraun.
Í kjölfarið á hádegismatnum lögðum við aftur land undir fót. Eða fundum rútuna aftur. Héldum áfram niður Manhattan og enduðum í Battersea Park. Þaðan er fínt að horfa út á Frelsisstyttuna. Sem er ekkert rosa merkilegt að heimsækja. Fórum framhjá Wall Street. Ground Zero. Röltum aðeins þarna um. Alltaf eitthvað í gangi á þessum stað, enda túristar í hópum. Þarna vorum við aðeins farnir að finna fyrir kulda. Fundum okkur þess vegna kaffi og heit kakó. Spáðum í spilin og ákváðum að halda áfram rúntinum. Fórum framhjá South Sea Port Museum. Þar sem mér skilst að sé frábær sýning í gangi um manslíkamann. En það er bara alls ekki tebolli þess gamla. Svo við héldum bara áfram. Kólnuðum hratt niður. Slepptum Sameinuðu Þjóðunum. Sáum samt íslenska fánann. Hann er við hliðina á þeim Indverska. Fórum út við Rockefeller Center. Sáum jólatréð og skautasvæðið. Gengum framhjá Radio City Music Hall. Komum okkur í neðanjarðarlestina og upp á hótel. Þegar þangað var komið var ein rauð opnuð. Geri ráð fyrir að við höfum það notalegt það sem eftir lifir dagsins. En varla verður það samt fram eftir öllu. Á morgunn ræðst dagskrá af veðri. Ef spáin gengur eftir á að vera leiðinda veður. Sem hentar fínt í innkaupaferð.
Ummæli