Don't Panic

Bókaumfjöllun minni er alls ekki lokið. Þó ég hafi kallað þetta viku, þá afmarkast hún ekkert endilega af dagatalinu. Eða við 7 bækur. Þetta er bara svona. Ég ræð öllu hér. Svo nú er komið að næstu sögu. Svo snúum okkur að næstu sögu. Þetta er líklega ein af vinsælustu vísindaskáldsögum síðari ára. Enda ekki nema að furða. Hún er skemmtileg, mannleg og umfram allt eini þríleikurinn í fimm bindum sem ég veit um. Ég er að sjálfsögðu að tala um The Hitchhiker's Guide To The Galaxy eftir Douglas Adams.

Þetta var önnur svona saga sem ég datt niður á fyrir tilviljun. Vantaði eitthvað að lesa einhvert sumarið á unglingsárunum. Fann 4 bindið, So Long and Thanks for All the Fish og byrjaði að lesa. Fannst hún frábær. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég las allar 4 sögurnar. Oftar en einu sinni. Raunar eru þetta þær bækur sem ég haf hvað oftast týnt. Á þær raunar ekki lengur. Þegar ég segi týnt. Þá á ég eiginlega við að þær hafi verið fengnar að láni. Stundum án þess að ég hafi fyrst verið spurður. Það hefst upp úr því að þekkja fólk sem svipaðan smekk í sögum. En raunar held ég að ég hafi ekki upplifað nokkra sögu í eins mörgum útgáfum og þessari.

Málið er nefnilega að þessi saga hóf líf sitt sem þáttaröð í útvarpi hjá BBC. Hefur verið endurgerð þar í það minnsta einu sinni. Svo gerði BBC sjónvarpsþáttaröð. Sem reyndar náði ekki til nema fyrstu bókarinnar ef ég man rétt. Douglas Adams gerði líka tölvuleik eftir sögunni. Sem vann til verðlauna á sínum tíma. Sá leikur hefur líka verið endurgerður af BBC. Svo voru sögurnar gefnar út á hljóðbók. Sem teiknimyndasaga. Sett á svið í leikgerð. Gerð hefur verið eftir þeim kvikmynd. Sem þótti misjafnlega skemmtileg. Verið þýdd á yfir 30 tungumál (m.a. íslensku fyrir ekki mjög löngu). Með öðrum orðum, þessi saga hefur næstum því komið út sem steintöflur og reykmerki.

Þetta eru nefnilega skemmtilegar sögur. Ekki þannig að mig langi til þess að skilgreina í þeim húmorinn. Eða af hverju ég hef lesið þessar sögur oftar en flestar aðrar um mína daga. En kannski voru það einmitt aðstæður aðalsöguhetjunnar. Arthur Dent. Sem strax í upphafi lendir í því að húsið hans er rifið, til þess að leggja hjáveg vegna hraðbrautar. Sem gera það að verkum að manni líður eitthvað þó nokkuð mikið betur. Maður stendur í það minnsta ekki frami fyrir sömu erfiðleikum og sá ágæti maður. Eða vænisjúka vélmennið Marvin. En ég ætla eiginlega alls ekki að ræða neitt frekar um söguþráðin í þessum bókum. Hafir þú ekki ennþá lesið The Hitch Hickers Guide To The Galaxy (Don’t Panic á bakhliðinni skrifað með stórum vinalegum stöfum) þá endilega ekki lesa íslensku þýðinguna. Þetta er bók sem er miklu skemmtilegri á upprunalega tungumálinu. Ég meira að segja lærði eitthvað um ensku þjóðaríþróttina. Einhvern veginn finnst mér eins og allir ættu að lesa þessa sögu að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Ummæli

Vinsælar færslur