I Love NY
Síðasti dagurinn í NYC. Byrjaði eins og allir hinir á því að það var hringt í mig. Um 7 leitið að staðartíma. Eitthvað ferlega áríðandi eins og alltaf. Skemmtilegt að vera svona ómissandi. En líka pirrandi. Óþolandi að þurfa að vakna um miðjar nætur til þess að svara símtölum. Sem voru eiginlega ekkert svo rosalega áríðandi. En svona er þetta bara. New York var annars aldrei eins ljúf og í dag. Við fórum rólega af stað í dag. Vorum eiginlega bara að slaka á upp á herbergi til hádegis. Báðir pínu eikaðir eftir steikhúsið í gærkvöld. Eða það held ég. Svo ég var að vinna.
Því þó ég sé ekkert rosaglaður yfir því að vakna svona eldsnemma. Þá finnst mér frábært að geta í rauninni setið á Manhattan og það sé næstum því eins og ég sé við skrifborðið mitt. Eftir að hafa lokið þessu helsta sem ég varð að koma frá út af vinnu. Lesið mig í gegnum póstinn minn. Horft á sólina koma upp. Gert öll helstu morgunverk. Hlaupið yfir götuna og náð að gera síðustu innkaupinn. Reyndar fórum við báðir í smá innkaupaleiðangur. Þá komum við okkur út af hótelinu. Fórum inn á kaffihús við hliðina og fengum okkur alvöru brunch. Enda komið hádegi.
Þetta var svona alvöru hádegismorgunverður að amerískum sið. Þriggja eggja eggjakaka, með öllum pakkanum. Við vorum saddir og ánægðir þegar við höfðum lokið við þetta allt. Matur er raunar eitt af því besta við New York. Hér færð þú bókstaflega allt sem þig langar í. Nema kannski íslensk svið og súrhval. Í það minnsta ekki ennþá. Þess vegna finnst mér það algjörlega nauðsynlegur hluti af heimsókn hingað. Að heimsækja nýja veitingastaði. Jim Fong (Dim Sum) og Bobba (sá ítalski) voru bestir. Steikhúsið var bara svo svakalega erfitt út af hávaða. En maturinn þar var samt fínn. Man bara að biðja sérstaklega um hljóðlátan hluta af staðnum. En við röltum síðan eftir Broadway. Bara þarna við hótelið. Fundum fullt af búðum. Þetta er greinilega góður staður til að gista á. Allt svo fínt og notalegt á þessum slóðum. Veit að pabba kom það einmitt á óvart hvað New York var lítið stress. Bara þægilegt og notalegt. Held honum hafi komið það skemmtilega á óvart.
Við redduðum síðustu jólagjöfinni á Times Square. Allt komst ofan í töskur og ég fann meira að segja töfradrykkinn sem ég var að leita mér að. Við höfðum pantað okkur far út á flugvöll, svo það var ekkert vesen með leigubíla. Bara bíl sem náði í okkur. Kom okkur með hraði út á flugvöll. Þurftum næstum því að berja frá okkur einn sem endilega vildi ná sér í farþega út á flugvöll. Leiðinda röfl í svona gaurum. Sem skilja ekki nei. Ekki einu sinni eftir að hafa heyrt það 4-5 sinnum. Þrátt fyrir umferðateppu. Þá skiluðum við okkur tímanlega út á flugvöll. Komst að því að pabbi má búast við því að lenda oft í öryggisskoðun. Nýtt hné gerir það að verkum. En þetta hafðist allt og ég fann líka ísvínið mitt góða. Núna hlakkar mig til að komast heim. Spennandi helgi framundan. En það er alltaf ljúft að heimsækja New York.
Því þó ég sé ekkert rosaglaður yfir því að vakna svona eldsnemma. Þá finnst mér frábært að geta í rauninni setið á Manhattan og það sé næstum því eins og ég sé við skrifborðið mitt. Eftir að hafa lokið þessu helsta sem ég varð að koma frá út af vinnu. Lesið mig í gegnum póstinn minn. Horft á sólina koma upp. Gert öll helstu morgunverk. Hlaupið yfir götuna og náð að gera síðustu innkaupinn. Reyndar fórum við báðir í smá innkaupaleiðangur. Þá komum við okkur út af hótelinu. Fórum inn á kaffihús við hliðina og fengum okkur alvöru brunch. Enda komið hádegi.
Þetta var svona alvöru hádegismorgunverður að amerískum sið. Þriggja eggja eggjakaka, með öllum pakkanum. Við vorum saddir og ánægðir þegar við höfðum lokið við þetta allt. Matur er raunar eitt af því besta við New York. Hér færð þú bókstaflega allt sem þig langar í. Nema kannski íslensk svið og súrhval. Í það minnsta ekki ennþá. Þess vegna finnst mér það algjörlega nauðsynlegur hluti af heimsókn hingað. Að heimsækja nýja veitingastaði. Jim Fong (Dim Sum) og Bobba (sá ítalski) voru bestir. Steikhúsið var bara svo svakalega erfitt út af hávaða. En maturinn þar var samt fínn. Man bara að biðja sérstaklega um hljóðlátan hluta af staðnum. En við röltum síðan eftir Broadway. Bara þarna við hótelið. Fundum fullt af búðum. Þetta er greinilega góður staður til að gista á. Allt svo fínt og notalegt á þessum slóðum. Veit að pabba kom það einmitt á óvart hvað New York var lítið stress. Bara þægilegt og notalegt. Held honum hafi komið það skemmtilega á óvart.
Við redduðum síðustu jólagjöfinni á Times Square. Allt komst ofan í töskur og ég fann meira að segja töfradrykkinn sem ég var að leita mér að. Við höfðum pantað okkur far út á flugvöll, svo það var ekkert vesen með leigubíla. Bara bíl sem náði í okkur. Kom okkur með hraði út á flugvöll. Þurftum næstum því að berja frá okkur einn sem endilega vildi ná sér í farþega út á flugvöll. Leiðinda röfl í svona gaurum. Sem skilja ekki nei. Ekki einu sinni eftir að hafa heyrt það 4-5 sinnum. Þrátt fyrir umferðateppu. Þá skiluðum við okkur tímanlega út á flugvöll. Komst að því að pabbi má búast við því að lenda oft í öryggisskoðun. Nýtt hné gerir það að verkum. En þetta hafðist allt og ég fann líka ísvínið mitt góða. Núna hlakkar mig til að komast heim. Spennandi helgi framundan. En það er alltaf ljúft að heimsækja New York.
Ummæli