Þungbúið veður

Þessir dagar í myrkri finnast mér erfiðir. Kuldi og snjór eru ekki í neinu sérstöku uppáhaldi. Held það sé einmitt þess vegna sem margir hér á landi eru ekkert sérlega áhyggjufullir yfir því sem kallað er gróðurhúsaáhrif. Við teljum einfaldlega að það muni færa okkur betri tíð með blóm í haga. En málið er kannski ekki svona einfalt. Raunar hafa einhverjir fært rök fyrir því að þetta muni hugsanlega hafa þver öfug áhrif. Það muni kólna hér á norðurslóð. Í það minnsta um tíma. Jafnvel verði þetta til þess að koma af stað kuldaskeiði sem geri Ísland óbyggilegt. Eða svo gott sem.

Þessar spár um breytingar á högum okkar eru klassíkt viðfangsefni vísindaskáldsagna. Raunar eru þær margar fremur daprar sögur af breyttum heimi. Framtíðarsýn sem ekki lofar betri tíð vegna stöðugra framfara. Heldur muni eitthvað alvarlegt hljótast af þessu brölti okkar allra. Raunar má segja að þessar sögur skiptist í tvo flokka. Annars vegar þær þar sem heimsendir er á ferðinni. Af einhverjum ástæðum þá er mankynið í útrýmingarhættu. Ætli Cat's Cradleeftir Kurt Vonnegut sé ekki sú áhrifaríkasta sem ég hef lesið í þeim flokki. Sem ég mæli með. Þó það sé reyndar ekki sagan sem ég ætla að segja frá hér. Því hún fellur í hinn flokkinn. Er sem sagt saga af veröld sem er breytt. En þó ekki óbyggileg eða á barmi eyðingar.

Sagan er skrifuð af Bruce Sterlingsem er einn af mínum uppáhalds rithöfundum. Raunar gæti ég mælt með flestum sögum hans. En til þess að velja einhverja eina. Þá fannst mér við hæfi að velja Heavy Weather. Bruce Sterling er einn af þessum höfundum sem settir voru saman í flokk og kallaðir cyberpönkarar. Í þessum sama flokki er líka William Gibsonsem er líklega sá frægasti í þessum flokki. Ég fór samt snemma að hafa meiri áhuga á því sem Bruce Sterling var að skrifa. Því þótt William Gibson væri sannarlega höfundur hugtaksins cyberspace. Þá var hann raunar alls ekki mikið á kafi í því sem var að gerast í kringum okkur. Það var Bruce Sterling hins vegar. Þeir eru raunar félagar og skrifuðu saman The Difference Engine. Voru í kjölfarið kallaðir steampönkarar, því hún gerðist á 19 öldinni.

Bruce Sterling hefur hins vegar verið ofarlega í huga þau áhrif sem tæknibyltingin sem við erum að ganga í gegnum mun hafa á líf okkar. Þess vegna hefur hann skrifað bækur um netið, öldrun, stjórnmál og meira að segja eina bók sem ekki er skáldskapur um þá nútíð sem við hrærumst í og hvernig líklegt er að náin framtíð muni líta út. Í Heavy Weather tekur hann fyrir loftslagsbreytingar. Hvaða áhrif það muni hafa á okkur að loftslagið er að breytast. Bókin sem kom út 1994 er að því leiti óhugnarleg að í henni er sagt frá heimi þar sem hitabeltisstormar taka að vaxa. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá þróun sem orðið hefur síðan hún kom út. Á Bandaríkjunum hafa skollið á undanförnum árum fleiri og stærri hitabeltisstormar en nokkru sinni fyrr. Raunar kallaði Bruce Sterling flóðin í New Orleans Tjernóbíl olíualdar. Vísar þar í áhrif kjarnorkuslysins í Tjernóbíl á kjarnorkuiðnaðinn

Ummæli

Blinda sagði…
Bíddu.....ertu að segja að Ísland sé ekki óbyggilegt eins og er?

Vinsælar færslur