Gleðilega hátíð

Mig langar til þess að óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Þau komu eins og við var að búast. Óháð því hvort ég hafði bakað smákökur. Eða skrifað jólakortin. Mér tókst annað af þessu tvennu. Sendi meira að segja rafrænar jólakveðjur. Fór í 101 í gærkvöldi og upplifði Þorlák. Þetta er reyndar ekkert svo sérstaklega íslenskt. Þetta með að fjölmenna í verslanir fyrir jólin. Fólk gerir þetta líka í útlöndum. Ég var annars óvenju seinn fyrir þessi jól með undirbúning. Gekk illa að klára jólainnkaup. Var hugmyndasnauður. Reyndar líka með kvefpestina sem lagði suma í rúmið. En núna er þetta allt að baki.

Svo núna er ég bara að jafna mig á því að hafa borðað of mikið. Það er hefðin um jólin. Ég var annars að hlusta á jólalög í dag. Safn af lögum sem ég hafði sett saman á disk fyrir 5 árum síðan. Fannst mér takast nokkuð vel til. En merkilegt samt að hlusta á boðskap nýrri jólalaga. Á meðan þessi eldri eru lofgjörð eða sálmar. Eru þessi nýrri líklegri til þess að vera um veraldlegri hluti. Raunar finnast mér alltaf Band Aid og Merry Christmas með John Lennon vera hluti af jólunum. Þar er verið að höfða til þess að við sínum okkar minnstu bræðrum og systrum meiri kærleik en við gerum á hinum dögunum. Ég gerði það fyrir þessi jólin með því að styrkja í gegnum Kiva.org. Þar er verið að vinna eftir kenningunni um að best sé að styrkja beint og í litlum skömmtum. Muhammad Yunus og Grameen Bank eiga þessa hugmynd. Fengu friðarverðlaun Nóbel fyrir. Ef þig langar til að láta gott af þér leiða. Þá veit ég um færri betri leiðir.

Málið er nefnilega að það eru ekki endilega ríki sem eru best hæf til þess að ákveða hvernig fara eigi með fjármuni. Eiginlega hreint ekki. Sjáum þess stað hér. Tel útilokað að einkaframtakið hefði byggt þetta skrímsli fyrir austan. En þetta er ekki eitthvað sem ég ætla að ræða á þessum tíma. Ég fór nefnilega í gærkvöldi og upplifði kaupstaðastemningu í miðbænum. Finnst þetta ævinlega jafn merkilegt. Hvernig ólíkar þjóðir halda jólahátíð. Við byrjum til dæmis fyrst flestra að halda upp á daginn. Enskumælandi telja nefnilega að jólin byrji ekki fyrr en á jóladag. Heyrði raunar um daginn merkilega úttekt á jólasiðum.

Málið er sem sagt að í hinum enskumælandi heimi. Er aðfangadagur mikil fagnaðardagur. Þá er haldin jólagleði mikil. Þeir sem hafa lesið jólasögu Charles Dickens muna eflaust eftir því. Að jóladraugur liðina jóla sýndi honum mikla stemmningu. Hér heima er þetta rólegra. Yfirleit. Þetta er fjölskyldu og barna hátíð og líklega ekki eins mikið um áköf fagnaðarlæti. Þessi miklu fagnaðarlæti urðu raunar til þess að strangtrúaðir í Bandaríkjunum. Nei, ekki G W Bush og félagar, heldur þessir sem settust að í kringum Boston. Ákváðu að það væri bara best að sleppa alveg jólahátíðinni. Svona svolítið svipað og Cromwell kallinn gerði á sínum tíma. Nema í Bandaríkjunum þýddi þetta engin jól í heila öld. Mér finnst hins vegar fínt að taka því rólega um jólin. Það er jóla í mínum haus. Vona svo að þið hafið haft það sem allra best yfir hátíðina. Vegna heima veru þá er ólíklegt að ég nái að setja mikið hingað inn. En það kemur þá bara í haugum eftir jólin.

Ummæli

Vinsælar færslur