Skemmtileg tilviljun
Furðulegar tilviljanir eru allt í kringum okkur. Núna áðan ákvað ég að það væri kominn tími til að hreinsa aðeins til í einni af skúfunum í eldhúsinu. Hún hefur verið svona geymslustaður undir ýmislegt. Svona það sem ekki á heima annar staðar. Þarna fann ég til dæmis haug af skriffærum. Sem munu verða selflutt á vinnustaðinn minn. Hef ekkert við öll þessi skriffæri að gera hérna heima hjá mér. Svo fann ég líka rafhlöður. Misjafnlega gamlar býst ég við. Þær eru á leiðinni Sorpu. Slatti rataði líka beint ofan í ruslið. Undarlegt hvað maður getur safnað að sér hlutum. En kannski það skemmtilegasta sem ég fann við endurskoðun á skúffunni var málsháttur sem væntanlega hefur fylgt páskaeggi. Hann rímar ágætlega við einbýlisskrifin mín.
Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi og að öllu er nokkuð
Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi og að öllu er nokkuð
Ummæli
ég man ekki betur en seinast þegar mér var boðið í mat var það ég sem var að laga til og skipuleggja skúffurnar hjá þér,voru annars ekki allir pennarnir og rafhlöður og annað drasl á sama stað?