I've Got Sunshine In My Life

Það hefur ekki verið einleikið undanfarið hvað umferðin á leiðinni í Hansabæinn hefur verið að þéttast. Á hverjum degi er það núna orðinn fastur liður hjá mér að hægja á bílnum svona um það bil sem ég kem að Arnarnesinu. Þar er sem sagt bílaröð sem nær að næstu ljósum. Þetta hefur sína kosti. Ég hef til dæmis haft betra tækifæri til þess að hlusta á tónlist en áður. En stundum er þetta svolítið þreytandi.

Um daginn þá lenti ég t.d. fyrir aftan bíl sem hefur verið frá svona 1920. Það hægði aldeilis ekki á minni för. Því meðalhraðinn á þessum kafla er yfirleit um 10 km. Þetta leiddi huga minn að því að kannski væri ég fljótari ef ég myndi hjóla í vinnuna. Meðalhraði hjólandi fólks er nefnilega um 30 km. En svo uppgötva ég að þetta er auðvitað tómt rugl. Því á leiðinni í vinnuna er ég nefnilega mun fljótari. Svo þægilegast væri auðvitað ef ég gæti keyrt í vinnuna, en hjólað heim. Það myndi líklega koma best út. Svo viðurkenni ég fúslega að ég er einfaldlega alltof latur til þess að fara hjóla. Á heldur ekkert hjól. En það gæti nú breyst.

Ég held að þessi áhugi á hjólreiðum haldist í hendur við hækkandi sól og batnandi veður. Þá grípur mig nefnilega löngun til þess að vera úti heilu og hálfu dagana. Kannski ekki hvað síst þegar sólin skín. Sem hafði ákveðna galla á mínum vinnustað. Hafði skrifa ég, því það hefur breyst. Þannig var að húsnæðið sem ég eyði deginum hefur ákveðin ókost. Það snýr þannig að þegar sól er í heiði þá skín hún bæði heit og skært inn um gluggana. Vegna afstöðu sinnar þá hefur það haft lítil áhrif að opna glugga. Því í þessum norðlægu veðrum þá er lítil blástur um glugga sem snúa í suður. Auk þess sem önnur bygging skýlir gegn vindi og það er því yfirleit lítil hreyfing á lofti. Þetta þýddi að vinnuaðstaðan yfir sumartímann gat minnt óþægilega á finnskt sauna. Á þessu hefur hins vegar orðið mjög ánægjuleg breyting. Við endurnýjun á húsnæðinu hefur nefnilega verið komið fyrir öflugri loftræstingu sem sér til þess að hitastigið helst þolanlegt. En mikið rosalega langaði mig samt að vera á Austurvelli í dag.

Þessi færsla var skrifuð á föstudeginn, en erfitt hefur reynst að koma færslum inn að heiman um helgina.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Nú labba ég út á Austurvöll daglega og fæ mér snarl á einhverju veitingahúsinu sem er með útiaðstöðu.
Þ.e. geri það amk. þegar sólin skín.

Jebbsa - það er gott

Vinsælar færslur