Suður í sólina

Ég er haldinn suður á bóginn. Í sólina. Veðurspáin hljóðar upp á 15-17 stiga hita á meðan á heimsókn minni stendur. Slæ sko ekki hendinni á móti því. Þó raunar hafi mér fundist æðislegt þegar hér kom hitabylgja í byrjun mánaðar. Þá er hitinn á þessum suðlægu slóðum öðruvísi. Svona þéttari.  Reyndar er þetta ekki skemmtiferð. En vinnuferðirnar versna ekki við það að fara á suðlægar slóðir.

Nú er hugmyndin sú að reyna að halda uppi ferðasögu á meðan á ferðinni stendur. Veit ekki hvernig það á eftir að ganga. Ekki frekar en venjulega. Vona að þið saknið mín heit og innilega á meðan. Ef fátt verður um færslur hér á meðan. Ég lofa ykkur samt ferðasögu. Þótt hún birtist kannski ekki alveg jafnóðum.

Ummæli

Blinda sagði…
Góða ferð og njóttu vel.
Ef þú rekst á myndarkvenmann æpandi skörungslega á tvo litla pjakka á íslensku, máttu endilega skila kveðju - það er mjög líklega mín kæra vinkona Fíhildur.
Nafnlaus sagði…
jú sakna þin strax-
hafðu það gott:)

Vinsælar færslur