Kosningadagur

Kjósum snemma og kjósum oft. Þetta gamla slagorð Daley kosningavélarinnar kom upp í hugann í morgunn. Ef þú ert engu nær með hver þessi Daley er. Þá má alveg geta þess að nokkuð gild rök virðast liggja fyrir því að það hafi verið fyrir áhrif Daley fjölskyldunnar að Kennedy náði kosningu 1960. Ekki að það hafi verið kosningasvindl sem fékk mig til að hugsa þetta, heldur hitt að ég var mættur snemma til að kjósa. Sem var nokkuð óvenjulegt. Því undanfarnar kosningar hefur mér tekist að vera í útlöndum. Ekki tekið þátt í kosningavökum. Eða yfirleit miklum fögnuði tengdum kosningum. Fengið úrslitin í gegnum Netið, svona daginn eftir.

Þetta hefur verið nokkuð athyglisverð kosningabarátta. Finnst til dæmis furðulegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn kominn með bleikan lit. Það er eitthvað stór furðulegt við það. En raunar er alveg óhætt að segja að í Reykjavík hafi flokkurinn farið svo langt inn á miðjuna í sínum málum að hann er bleikur. Sem íbúa í Hansabænum líður mér líka vel að skoða umfjöllunarefni kosninganna í Reykjavík úr fjarlægð. Hér hjá mér eru þetta nokkuð hreinar línur með hver vinnur næstu kosningar. Skal engan undra. Hér hefur ríkt nokkuð almenn velsæld og uppgangur undanfarinn 4 ár.

Ekki svo að skilja að það hafi allt verið jafn skynsamlegt sem ég hef séð hérna. En þetta hefur verið nokkuð í góðu lagi. Eitt af hita málunum hér hefur t.d. verið hvort leyfa eigi álverinu að stækka. Ef spurningin er hvort byggt verður meira upp af þeim annars staðar, eða þetta stækkað. Stækkum þá þetta frekar. Finnst það skárra, en að eyðileggja ósnerta staði með þungaiðnaði. Svona ef valið stendur um þessa tvo kosti. Ég held sem sagt að það verði ekki mjög spennandi kosning hér hjá mér í Hansabænum. Nokkuð óbreytt staða.

Þetta er mun meira spennandi annars staðar. Verður athyglisvert að sjá hvað gerist í Reykjavík. Spái því að Sjálfstæðisflokkurinn muni ná hreinum meirihluta. Á von á því að það sama gerist í Kópavogi. Framsókn (exbé) muni gjalda afhroð í kosningunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eiga lítið inni hjá mér í það minnsta. Flokkur sem stýrir heilbrigðismálum og virðist hafa meiri áhuga á því að troða spítalaferlíki í 101, en útvega mér heimilislækni. Hann bara á ekkert inni hjá mér. Grunar að þetta eigi eftir að hafa víðtæk áhrif á flokkinn. Hann er lentur í svipaðri stöðu og Alþýðuflokkurinn eftir Viðreisnarstjórnina. Það mun blása um stjórnarflokkana í næstu alþingiskosningum í bullandi verðbólgu, lækkandi gengi, háum vöxtum. Spurning hvort Halldór ákveður að besta leiðin verði að slíta samstarfinu núna og keyra á ágreining við samstarfsflokkinn. Virkaði síðast.

En ég hvet alla til að kjósa. Muna bara að kjósa rétt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég er búin að kjósa og kaus rétt af sjálfsögðu,minnir samt að við séum ekki sammála um hvað það sé.
Simmi sagði…
Nei, það er nú víst oft þannig að fólk er ekki alveg sammála um hvað sé réttast að kjósa. En málið er auðvitað bara að vera viss um að maður hafið kosið rétt - hvaða flokkur það svo sem er:-)

Vinsælar færslur