Skemmtileg tilviljun

Furðulegar tilviljanir eru allt í kringum okkur. Núna áðan ákvað ég að það væri kominn tími til að hreinsa aðeins til í einni af skúfunum í eldhúsinu. Hún hefur verið svona geymslustaður undir ýmislegt. Svona það sem ekki á heima annar staðar. Þarna fann ég til dæmis haug af skriffærum. Sem munu verða selflutt á vinnustaðinn minn. Hef ekkert við öll þessi skriffæri að gera hérna heima hjá mér. Svo fann ég líka rafhlöður. Misjafnlega gamlar býst ég við. Þær eru á leiðinni Sorpu. Slatti rataði líka beint ofan í ruslið. Undarlegt hvað maður getur safnað að sér hlutum. En kannski það skemmtilegasta sem ég fann við endurskoðun á skúffunni var málsháttur sem væntanlega hefur fylgt páskaeggi. Hann rímar ágætlega við einbýlisskrifin mín.



Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi og að öllu er nokkuð

Ummæli

Nafnlaus sagði…
þú að laga til í skúffunum!!!!
ég man ekki betur en seinast þegar mér var boðið í mat var það ég sem var að laga til og skipuleggja skúffurnar hjá þér,voru annars ekki allir pennarnir og rafhlöður og annað drasl á sama stað?
Simmi sagði…
Já, hvað heldurðu að þessi matarboð séu af góðmennsku eini:-) En þú ert að muna þetta rétt - það hefur heldur létt á skúffunni eftir tiltektina.
Nafnlaus sagði…
ha ha ha... heldur þykir mér tíðindalítið á vesturvígstöðvunum þegar við erum farnir að fjalla um skúffutiltektir (er það til sem eitt orð?).
Simmi sagði…
Stór og smátt, stórt og smátt - allt ratar í bloggheima. Enda sýnir þetta veröld mína hnotskurn - ain't nothing going on but the....:-) Kannski spurning um að fara brjóta upp gráman í hversdegi mínum til að eiga skemmtilegri sögur hingað?
Nafnlaus sagði…
meðan ekki er verið að tala um kvef og slappleika er ég sátt hahahahahaha
Nafnlaus sagði…
aftur komnir svona pop up gluggar,var laus við það í nokkra daga en sem sagt komið aftur

Vinsælar færslur