Álfastríðni
Ég er hræddur um að álfarnir sem voru að fikta í routernum mínum, séu núna komnir í fartölvuna mína. Hún er búin að hegða sér undarlega þegar ég er heima. Alla helgina hefur sambandið mitt verið eitthvað skrítið. Komst að því áðan að vélin var ekki að skipta yfir á réttan prófíl. Sem er eitthvað voða sniðugt sem IBM fann upp til þess að auðvelda manni að skipta um aðsetur með tölvuna. Svona án þess að þurfa að hugsa mikið fyrir því hvernig stillingar eru. Þær breyta sér sem sagt næstum sjálfkrafa. En núna var þetta allt í einu hætt að virka. Öllu verra var að ræsingin gekk ekki eðlilega fyrir sig. Fékk hinn óskemmtilega bláskjá upp. Það boðar víst ekki gott. En ég er búinn að dæla í þá rjóma og rækjum og finnst þeir heldur vera að færa sig upp á skaftið ef þeir eru farnir að fikta í vélinni minni. Mannúðlegar rottugildrur gætu verið næsta skrefið. Með rjóma og rækjur sem beitu.
Annars ætlaði ég fyrst að skrifa eitthvað rosalega spekingslegt um stjórnmál dagsins. En svo las ég blöð helgarinnar á meðan ég naut þess að hafa skrönglast á lappir í morgunn og ætt í leikfimi. Reyndar vantaði mig þjálfarann en hún hafði víst verið að gæsa í gærkvöldi, svo þetta var ekki alveg ófyrirséð. En ég var hress þegar ég hafði lokið klukkutíma púli. Sá það á kílófjöldanum að þetta puð í vetur hefur verið að skila sér. En hafandi lesið blöðin í morgunn þá var ég eiginlega búinn að missa allan áhuga á því að tjá mig um stjórnmál líðandi stundar. Hef næstum misst alla trú á samlöndum mínum. Finnst það líka meira en lítið sorglegt að lesa um stöðu mála á sjúkrahúsum landsins. Það sé í alvöru ráð að ausa peningum í byggingu á sjúkrahúsi á sama tíma og það tekst ekki að manna þau sem fyrir hendi eru nægilega vel. Það er eitthvað í þessu sem er ekki að ganga upp í mínum haus. Finnst enn ótrúlegri fréttaflutningur af sérfræðingaskýrslunni um staðsetningu á nýja sjúkrahúsinu. Svarið þetta dæmigerða “það voru margir sérfræðingar sem komu að málinu, en þetta var niðurstaðan”. Hvaða aðrir sérfræðingar? Hvar eru þær skýrslur? Eða voru það hagsmunir þröngs hóps sem ævinlega hefur haldið því fram að réttara væri að troða spítala niður í 101 fremur en flytja hann þangað sem nægt land er í Fossvogi? Mér verður illt af því að hlusta á þetta.
Hafandi flett mig í gegnum blöð helgarinnar þá hafði ég hins vegar engan áhuga lengur að tjá mig í löngu máli um þetta. Blaðamenn landsins eru greinilega duglegri við það en ég. Í staðinn ákvað ég að segja frá því að ég er hlusta á nýtt set frá Danny Tenaglia. Tekið upp á Crobar í New York í apríl og kom núna nýlega inn á The Mixing Bowl. Set þó þann fyrirvara að á spjallþræðinum voru uppi nokkrar efasemdir um að þetta væri í alvöru Danny Tenaglia. En hvort sem er þá er setið skemmtilegt. Danny hefur lengi verið í uppáhaldi. Gaurinn er búinn að vera spila frá því elstu menn muna. Hefur reyndar ekki farið mikið fyrir honum að undanförnu, svo það er afskaplega gleðilegt að heyra að hann hefur engu gleymt.
Ég er annars að velta fyrir mér heimsókn í heimaborg Danny, New York. Veit ekki hvort af því verður, en það er möguleiki. Hef komið þangað nokkrum sinnum og finnst borgin skemmtilegri heim að sækja en hún var þegar ég kom þangað fyrst. Hefur kannski eitthvað dregið úr stuðinu í skemmtanalífinu, en það er svo sem farið að skipta mig minna máli en áður fyrr. Það sem hins vegar vefst fyrir mér er að fara þangað einn. Það er eiginlega ekki málið. Ekkert sérlega skemmtilegt að vera á ferðalögum upp á eigin spýtur. Þekki það nógu vel úr vinnuferðunum. Reyndar bíður borgin upp á svo margt að kannski er ég að gera of mikið úr þessu vandamáli. Kannski er bara málið að hafa upp á einhverjum Íslendingum í New York sem hefðu áhuga á því að þvælast með manni um borgina. Einhvern tíma þekkti ég einhverja Íslendinga á þessum slóðum. Kannski það sé næsta skrefið – athuga hvort einhver viti af skemmtilegu fólki í New York?
Ég bendi svo sérstaklega á þessa stórmerkilegu grein eftir Kevin Kelly í New York Times um áhrif þess að afrita yfir á stafrænt form hverja einustu bók sem nokkurn tíma hefur komið út.
Annars er ég enn á leiðinni Westur. Svo það gæti orðið minna um færslur en venjulega á meðan. Muna eftir að vera dugleg að velja versta lagið á meðan.
Annars ætlaði ég fyrst að skrifa eitthvað rosalega spekingslegt um stjórnmál dagsins. En svo las ég blöð helgarinnar á meðan ég naut þess að hafa skrönglast á lappir í morgunn og ætt í leikfimi. Reyndar vantaði mig þjálfarann en hún hafði víst verið að gæsa í gærkvöldi, svo þetta var ekki alveg ófyrirséð. En ég var hress þegar ég hafði lokið klukkutíma púli. Sá það á kílófjöldanum að þetta puð í vetur hefur verið að skila sér. En hafandi lesið blöðin í morgunn þá var ég eiginlega búinn að missa allan áhuga á því að tjá mig um stjórnmál líðandi stundar. Hef næstum misst alla trú á samlöndum mínum. Finnst það líka meira en lítið sorglegt að lesa um stöðu mála á sjúkrahúsum landsins. Það sé í alvöru ráð að ausa peningum í byggingu á sjúkrahúsi á sama tíma og það tekst ekki að manna þau sem fyrir hendi eru nægilega vel. Það er eitthvað í þessu sem er ekki að ganga upp í mínum haus. Finnst enn ótrúlegri fréttaflutningur af sérfræðingaskýrslunni um staðsetningu á nýja sjúkrahúsinu. Svarið þetta dæmigerða “það voru margir sérfræðingar sem komu að málinu, en þetta var niðurstaðan”. Hvaða aðrir sérfræðingar? Hvar eru þær skýrslur? Eða voru það hagsmunir þröngs hóps sem ævinlega hefur haldið því fram að réttara væri að troða spítala niður í 101 fremur en flytja hann þangað sem nægt land er í Fossvogi? Mér verður illt af því að hlusta á þetta.
Hafandi flett mig í gegnum blöð helgarinnar þá hafði ég hins vegar engan áhuga lengur að tjá mig í löngu máli um þetta. Blaðamenn landsins eru greinilega duglegri við það en ég. Í staðinn ákvað ég að segja frá því að ég er hlusta á nýtt set frá Danny Tenaglia. Tekið upp á Crobar í New York í apríl og kom núna nýlega inn á The Mixing Bowl. Set þó þann fyrirvara að á spjallþræðinum voru uppi nokkrar efasemdir um að þetta væri í alvöru Danny Tenaglia. En hvort sem er þá er setið skemmtilegt. Danny hefur lengi verið í uppáhaldi. Gaurinn er búinn að vera spila frá því elstu menn muna. Hefur reyndar ekki farið mikið fyrir honum að undanförnu, svo það er afskaplega gleðilegt að heyra að hann hefur engu gleymt.
Ég er annars að velta fyrir mér heimsókn í heimaborg Danny, New York. Veit ekki hvort af því verður, en það er möguleiki. Hef komið þangað nokkrum sinnum og finnst borgin skemmtilegri heim að sækja en hún var þegar ég kom þangað fyrst. Hefur kannski eitthvað dregið úr stuðinu í skemmtanalífinu, en það er svo sem farið að skipta mig minna máli en áður fyrr. Það sem hins vegar vefst fyrir mér er að fara þangað einn. Það er eiginlega ekki málið. Ekkert sérlega skemmtilegt að vera á ferðalögum upp á eigin spýtur. Þekki það nógu vel úr vinnuferðunum. Reyndar bíður borgin upp á svo margt að kannski er ég að gera of mikið úr þessu vandamáli. Kannski er bara málið að hafa upp á einhverjum Íslendingum í New York sem hefðu áhuga á því að þvælast með manni um borgina. Einhvern tíma þekkti ég einhverja Íslendinga á þessum slóðum. Kannski það sé næsta skrefið – athuga hvort einhver viti af skemmtilegu fólki í New York?
Ég bendi svo sérstaklega á þessa stórmerkilegu grein eftir Kevin Kelly í New York Times um áhrif þess að afrita yfir á stafrænt form hverja einustu bók sem nokkurn tíma hefur komið út.
Annars er ég enn á leiðinni Westur. Svo það gæti orðið minna um færslur en venjulega á meðan. Muna eftir að vera dugleg að velja versta lagið á meðan.
Ummæli