Vorferð annar hluti
Ég verð að viðurkenna að þetta með bílinn var ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Ekki svo að skilja að við höfum fengið slæman bíl. En það var ekki þessi silfurlitaði blæju Benz. En það var bílinn sem við hefðum helst viljað fá. Ekki spurning. Þegar ég verð ríkur og frægur, þá mun ég ekki sætta mig við neitt annað. Í staðinn fengum við næstum því nýjan Peugeot 407 station bíl. Ofsalega þægilegur bíl og þó hann sé búinn díselvél þá finn ég eiginlega engan mun. Varla að maður heyri að það sé díselvél. Örlítið seinna upptak en það vantar ekki kraftinn. En hins vegar voru allar hinar myndirnar alveg sannleikanum samkvæmt.
Ég er einmitt búinn að læra betur á myndavélina í símanum mínum. Áttaði mig allt í einu á því að ég get stillt ljósopið. Svo mér tókst að taka þessar myndir af matnum og þær voru í fókus. Sem mér hefur gengið illa með hingað til. En í gærkvöldi þá kveikti ég loksins á þessu. Svo mér tókst að taka nokkrar myndir án þess að þær væru á hreyfingu.
Dagurinn í gær fór að mestu í ferðalög. Það er nefnilega ekkert hlaupið að því að komast hingað suður eftir. Tekur meirihluta dagsins. En eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á, þá býður þessi staður upp á ákveðna kosti. Sem eru ekki hvað síst að hér má fá ofboðslega góðan mat og frábær vín. Án þess að það setji heimilisbókhaldið á hliðina. Reyndar skilst mér að hér sé annars frekar dýrt að búa. Húsnæðisverð hafi hlaupið upp og að í dag sé það ekki á færi venjulegs launafólks að eignast húsnæði.
Hinn kosturinn er sá að hér sé frábært veður. Sem ég get alveg staðfest að á stundum við. Í dag hefur hins vegar rigning og rok. Sem gleður mig eiginlega, því það er ekki eins og ég sé hér í fríi. Hef því lítið tekið af myndum í dag.
Ég er einmitt búinn að læra betur á myndavélina í símanum mínum. Áttaði mig allt í einu á því að ég get stillt ljósopið. Svo mér tókst að taka þessar myndir af matnum og þær voru í fókus. Sem mér hefur gengið illa með hingað til. En í gærkvöldi þá kveikti ég loksins á þessu. Svo mér tókst að taka nokkrar myndir án þess að þær væru á hreyfingu.
Dagurinn í gær fór að mestu í ferðalög. Það er nefnilega ekkert hlaupið að því að komast hingað suður eftir. Tekur meirihluta dagsins. En eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á, þá býður þessi staður upp á ákveðna kosti. Sem eru ekki hvað síst að hér má fá ofboðslega góðan mat og frábær vín. Án þess að það setji heimilisbókhaldið á hliðina. Reyndar skilst mér að hér sé annars frekar dýrt að búa. Húsnæðisverð hafi hlaupið upp og að í dag sé það ekki á færi venjulegs launafólks að eignast húsnæði.
Hinn kosturinn er sá að hér sé frábært veður. Sem ég get alveg staðfest að á stundum við. Í dag hefur hins vegar rigning og rok. Sem gleður mig eiginlega, því það er ekki eins og ég sé hér í fríi. Hef því lítið tekið af myndum í dag.
Ummæli