Kosningasvindl og Esjuganga

Það er ekki eins og þetta sé mikil keppni ennþá. Aqua virðist vera lang versta lagið. Eða hvað? Svo virðist sem einhverjir háskólanemar hafi ákveðið að reyna að kom því í versta laga flokkinn. Mér finnst þetta eitthvað skrítið. Svo ég ákvað að gera þeim aðeins erfiðara fyrir. Sjáum hvað gerist. En ég gæti átt það til að minnka vægi þessara atkvæða eitthvað. Í það minnsta virðist vera alveg ljóst að loforð þeirra hjá Bravenet um að það sé bara hægt að kjósa einu sinni – séu ekki alveg að virka. Sjáum hvað setur..En endilega takið þátt.

Annars er ég að hugsa um að fara í fyrstu Esju gönguna á morgunn. Leggja af stað kl 6 frá bílastæðinu. Ef þig langar með – þá endilega láttu sjá þig. Það er bara svo frábært veður að nú duga engar afsakanir fyrir því að taka ekki fyrstu gönguna. Veit ekki hvort það verður alla leið upp á brún eða bara upp að steini – en farið verður. Svo mikið er víst.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ooohhh, ég mundi sko koma með ef ég væri ekki svona hrikalega lasin%&!!"#$!!

mig vantar einmitt oft einhverja til að þramma með, hef ekkert gengið á Esjuna síðan í fyrra...og hef ekki haft mig í Útivist eða FÍ göngur
Simmi sagði…
Ég mun reyna að henda inn áætluðum göngum hingað inn - þá geta allir sem áhuga hafa bara tekið þátt:-) Þú hlýtur að ná þessu næst...

Vinsælar færslur