Takmörkuðu spádómsgáfa

Ég skal viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér. Átti hreinlega von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná meirihluta í Reykjavík. Kannski það hafi verið minni kjörsókn. En hvað sem olli þessu, þá náðu þeir ekki hreinum meirihluta. Svo þar hafði ég rangt fyrir mér. Hafði líka rangt fyrir mér varðandi Kópavog. Sem mér þykir sýna að spádómsgáfa mín hafi brugðist í þessum kosningum. Svo ætli ég eigi nokkuð að vera spá of mikið í hvað þessi úrslit þýða. En mér þykir þó dagsljóst að það muni koma til uppgjörs innan Framsóknarflokksins. Þar á bæ hljóta að vera í gangi ákveðnir timburmenn.

Ég er jafnframt nokkuð á því að það hafi bara verið skemmtilegt að fylgjast með þessum kosningum. Fylgdist nokkuð jafnt og þétt með þessu fram eftir kvöldi og langt fram á nótt. Ásamt því að spjalla á Netinu um allt annað en pólitík. Heimsótti líka kosningavöku þeirra sem sigruðu í Hafnarfirði. Fannst það nokkuð merkilegt upplifun. Hef nefnilega ekki verið mjög duglegur við að heimsækja svona samkomur hingað til. Held að það sé skemmtilegast ef maður hefur verið þáttakandi í þessu öllu saman. En samt skemmtilegt að sjá fjölmiðlana þeytast inn í bæinn til að ná viðtölum við tilvonandi.

Annað við kosningar sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt. Er hvað allir vinna. Það má miða við síðustu kosningar, síðustu skoðanakönnun, árangur síðustu áratuga osfrv. Þannig virðist litlu skipta hvort viðkomandi eigi þess nokkurn kost að komast í stjórn. Sem mér finnst ævinlega nokkuð undarlegt. Því mér hefur sýnst að þeir sem sitja í sveitarstjórnum láta minnihlutann sig yfirleit litlu skipta.

En svo er nýr og bjartur dagur í dag. Meira að segja kvefið virðist hafa hopað. Þó ég sé með magnaða strengi eftir píninguna. Marbletti á mjög undarlegum stöðum. En það er kominn tími til að snúa sér að einhverju öðru en pólitík í bili. Til dæmis að huga að ákvörðun um næsta bíl sem mig langar í. Undirbúa mig undir sumarmánuðina sem eru að renna upp. Fullt af persónulegum hlutum sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég storka ekki örlögunum. Engar yfirlýsingar um hvar lífið stendur. En þið eruð flottust.

Ummæli

Blinda sagði…
Er ekki ágætt að vera takmarkaður á einhverjum sviðum..? :-)
Simmi sagði…
Jú og sumir segja að það sé lang best að vera víðáttuvitlaus....:-)

Vinsælar færslur