Blíðviðri og afmælisgjafahugmyndir

Vá hvað það var frábært að ganga um á stuttermabol í dag. Ég rölti sem leið lá í gegnum miðbæinn í Hansabænum. Vissi að það var fínt veður. En það var  betra en ég átti von á. Eiginlega bara alveg frábært. Fullt af fólki í bænum. Kosningaskrifstofur að gefa pylsur. Þetta gerist ekki á hverjum degi hérna. Vorið er yndislegt. Ég ákvað að fá mér ís. Rölti inn í verslunarmiðstöðina í miðbænum. Þar er ísbúð sem var auðvitað lokuð. Einhverjum hefði dottið í hug að ræsa út starfsfólk og moka út ís. En ekki þeim sem eiga þessa ísbúð. Veit ekki afhverju. En vonandi verður opið þarna um helgar í sumar.

En ég er kominn með fleiri hugmyndir að afmælisgjöfum. Mig langar í laukskera. Finnst þetta frábært tæki. Skemmtileg gjöf.

Svo verð ég bara að benda á Nornabúðina. Fullt af sniðugum gjöfum fyrir þá sem eiga allt. Skilst til dæmis að fávitafælan svínvirki. En mig vantar kannski ekki svoleiðis. Kannski kvennaveiðar frekar.

Að lokum er svo rétt að benda á að ég myndi alveg vera til í að fá kassa af víni. Sá þessa hugmynd um daginn. Þetta gengur sem sagt út á að setja saman kassa af víni. Sem hvert um sig er ætlað í ákveðin tilgang. Merkt sem slíkt. Þetta fannst mér skemmtileg hugmynd. Sem ég gæti alveg hugsað mér að fá sem afmælisgjöf.

Svo vil ég endilega hvetja ykkur til þess að kjósa nú versta lagið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég er búin að kjósa fjórum sinnum, er það bannað?

laukskerinn er frábær hugmynd, ætla að kíkja á hann...
Simmi sagði…
Bara kjósa eins oft og þið getið - það á að vera eitthvað svona kerfi sem fylgist með því að það sé ekki kosið of oft - en bara gaman að vita að það virkar ekki:-)
Nafnlaus sagði…
en hvenær lýkur svo kosningu?
ég hef lika kosið oftar en einu sinni...
Blinda sagði…
Þið eruð auðvitað bara low stelpur - sjíss. :-)
Simmi sagði…
Kosningin verður í gangi þangað til ég ákveð að henni sé lokið:-)En við gefum þessu 1-2 vikur amk.
Nafnlaus sagði…
nei nei alls ekkert low-ég held að ef eitthvað sé hægt er það gert í þessu tilviki smá svindl:)
er lindablinda bara búin að kjósa einu sinni??
Blinda sagði…
Jebb.
Nafnlaus sagði…
hmmm-simmi getur þú fylgst með henni?haha
Simmi sagði…
Með kosningunni - ég er að fylgjast með:-) Þetta er allt í fullum gangi.
Simmi sagði…
En það er ekki útilokað að ég dragi eitthvað úr vægi Barbie Girl - það er dáldið mikið verið að kjósa það fra HÍ;-) Gæti endað með því að ég setji HÍ í bann með að kjósa....
Nafnlaus sagði…
ég trúi þér ekki-er þetta ekki heiðarlegt fólk þarna í Háskóla Íslands?

Vinsælar færslur