Smámyndir

Þetta er ekki alveg tengt þema vikunni minni. En undanfarið hef ég verið að rekast á nokkra skemmtilega vefi með tónlistarmyndböndum. Annars vegar ótrúlega flottan vef með hundruðum tónlistarmyndbanda frá níunda áratugnum (Los 80 - The 80s - The Eighties - Los Ochenta
Die Achtziger Jahre - Les années '80 - Anni '80 - Os eighties
Os oitenta - Els vuitanta) og hins vegar þessa ferlega skemmtilegu umfjöllun Pitchfork um það sem þeir kjósa að kalla 100 Awesome Music Videos. Sem héldu mér óvart vakandi langt fram yfir miðnætti í gærkvöldi. Bara varð að benda ykkur á þetta. Þetta er eitthvað svo skemmtilega sumarlegt.


Svo í tilefni sumarsins og þess að í dag mun reykjarmökk leggja frá grillum landsmanna þá eru hér 10 flottustu grillin.




Ummæli

Nafnlaus sagði…
Magnaðir tenglar. Annað hvort ert þú búinn að úrelda myndband vikunnar hjá mér (ekki að nokkur skoði þau ;) eða búinn að redda mér... ja... a.m.k. næstu þremur myndböndum :p

Vinsælar færslur