Stundum liggur manni lítið á hjarta

Það er ferlega mismunandi hvað mér liggur mikið á hjarta. Stundum verkjar mig í puttana af því mér liggur svo mikið á hjarta. Aðra daga er eins og þurrð komi í ástríðu mína. Í morgunn las ég til dæmis í Morgunblaðinu grein eftir 2 lækna sem vildu halda því fram að það væri tóm vitleysa að byggja Landspítalann annars staðar enn í 101. Þetta var nokkuð athyglisverð lesning fannst mér. Á þeim tímapunkti hefði ég alveg verið til í að setja niður nokkrar línur til þess að svara því sem mér fannst vera tómt rugl í þeim sem greinina rituðu. En eftir því sem leið á daginn, þá minnkaði þessi löngun mín. Ég einfaldlega hef varla nennu til þess.

Ekki vegna þess að mér finnst það góð rök að það þyrfti að fara í svo svakalegar samgönguframkvæmdir í kringum spítalann í Fossvogi. Ef ég horfi á þær framkvæmdir sem nú þegar hafa verið framkvæmdar í kringum Landspítalann í 101 þá skil ég ekki alveg hvernig þeir meta að Fossvogurinn þurfi svona víðtækar framkvæmdir. Fyrir utan að þar sé ég ekki betur en nóg sé landrými. Ólíkt hinum staðnum. Það fyndnasta í grein þeirra fannst mér samt sú afstaða að það væri svo miklu meira líf í miðbænum en alla leiðina upp í Fossvogi. Eru menn að grínast? Ætli sjúklingum sem liggja í Fossvoginum sakni þessi að það sé eitthvað minna um kaffihús og bari í næsta nágrenni en þegar þeir eru í 101? Ætli það standi til að ýta sjúklingunum um miðbæinn? Eða erum við að tala um hversu langt það er fyrir starfsfólkið að komast út á lífið? Ég er ekki ennþá að kaupa að það sé hagkvæmara að breiða út byggingarnar fremur en að byggja hátt í Fossvoginum. Nema það sé kannski hluti af líkamsrækt starfsfólksins. Að fá að ýta sjúklingunum nógu langa ganga. Eitthvað er það.

Ummæli

Vinsælar færslur