Seinna

Ég lofaði því að koma aftur seinna. Segja ykkur frá því sem ég fann skemmtilegt á Netinu í dag. Ég stend við loforð mín. En reyndar er þetta öllu seinna en ég hafði upphaflega gert ráð fyrir. Syfjan nefnilega gerðist óstjórnleg eftir að ég kom heim af vinnustaðnum. Sem endaði með því að ég rotaðist í sófanum. Vaknaði vankaður. Vissi ekki alveg hvaða dagur var. Eða hvort ég væri of seinn í vinnuna. Þetta gerist á sumrin þegar birtan er þannig að ég hef enga vísbendingu um hvort það sé seint eða snemma. Sömuleiðis á veturna. En ég áttaði mig.

Það er nefnilega ein af aðferðum mínum til þess að fá innblástur að skoða skemmtilega hluti á vefnum. Eða bara skemmtun. Í dag var ég til dæmis ferlega syfjaður. Þá rakst ég á nýja tegund af orkudrykk. Sem ég veit ekki alveg hvort eigi eftir að ná miklum árangri í markaðssetningu utan Bandaríkjanna, en Ol’ Glory ætti vissulega að höfða til þeirra sem búa í Bandaríkjunum. Ég gat líka eytt svo sem eins og einni mínútu í það að skoða þennan kastala. Magnað hvað hausinn (eða augun) á okkur eru í raun ófullkomin líffæri. Sést svart á hvítu. Mér fundust líka þessar útfærslur klassískra bókmennta í svona ódýrum útgáfum skemmtileg. Hver hefði t.d. getað giskað á að hægt væri að selja Lísu í Undralandi í svona umbúðum?

En ég er ekkert bara á þessu flakki mínu til þess að stytta mér stundir. Ég hef til dæmis lesið af miklum áhuga ritdeilu New York Times og GM. Finnst afar áhugavert að sjá hvernig GM er að nýta sér vefinn til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þar er greinilega fólk sem skilur vel hvernig opin upplýsingagjöf getur haft áhrif. Hef ekki ennþá séð neitt íslenskt fyrirtæki ná viðlíka tökum á þessu. Þau blog sem íslensk fyrirtæki hafa opnað (eða í það minnsta þau sem ég hef séð) hafa nefnilega ekki verið nein blog. Heldur bara vefsíður. Því blog gefa þér tækifæri á því að segja þína skoðun á efninu. Eins og hér til dæmis. Blog sem ekki leyfir þér að tjá skoðanir þínar á því sem þar stendur. Finnst mér ekki vera blog.

Svo rakst ég á þetta. Gæti verið að við þyrftum á hjálp að halda?

Ummæli

Fríða sagði…
Meiriháttar :) Kastalinn er frábær og ég flýtti mér að setja síðuna um bloggers_anonymous í favorites. Sú síða segir mér að ég sé ekki ein um að vera svona, heldur sé þetta "eðlilegt". Dettur ekki í hug að leita mér hjálpar.
Simmi sagði…
Nákvæmlega - þetta er greinilega hluti af góðri þróun, ekki vandamál sem þarf að gera eitthvað í...
Nafnlaus sagði…
kastalinn er rosa flottur:-)

Vinsælar færslur