Hvílíkur dagur

Í dag var ég syfjaður í allan dag. Veit ekki alveg afhverju. Hvort það er veðrið. Þetta er í það minnsta besta veður sem eigendur ferðaskrifstofa geta hugsað sér. Þegar svona viðrar þá langar öllum Íslendingum í sól og hita. Í það minnsta held ég að svo sé. Við fáum það á tilfininguna að þetta eigi eftir að verða hræðilegt sumar. Með litlum sem engum hita. Eintómri rigningu og leiðindum. En ég er alveg sannfærður um að svo er ekki. Læt mér eiginlega í léttu rúmi liggja þó það rigni aðeins í júní. Sumarfríið mitt kemur nefnilega ekki fyrr en í júlí. Þá hef ég samið um sól og blíðu á þeim slóðum sem ég verð á.

En mér fannst þetta undarlegt með þreytuna í dag. Ég var sannfærður um að það myndi allt lagast við að fara í píninguna. Sem var með erfiðasta móti í dag. En er þó orðinn miklu duglegri en ég var. Er farinn að geta gert hluti sem ég hefði ekki látið mig dreyma um fyrir nokkrum árum. Hefði ekki getað framkvæmt þó líf mitt lægi við. En mikið finnst mér þetta stundum erfitt. Í dag var eins og ég hreinlega kláraði síðustu orku örðuna. Þegar ég kom heim þá var ég alveg búinn. Rotaðist. Vaknaði síðan skjálfandi úr kulda klukkutíma seinna og svo svangur að ég réðst á það sem hendi var næst. Ekkert af því var sérlega holt. En eftir smá stund þá fór mér að hitna. Svo líklega hefur þetta verið skortur á orku. Þá komst ég í stuð. Eldaði mér alvöru mat.

Horfði í leiðinni á Star Wars 2. Svona í köflum. Minnti mig á að ég hef lengi verið að velta því fyrir mér að setja saman eyðieyjarlistann yfir bíómyndirnar sem ég myndi vilja hafa við hendina. Kannski ég láti verða af því um helgina. Er ekki annars rétt að óska okkur til hamingju með þjóðhátíð?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
gleðilega þjóðhátíð (þótt seint sé):)

Vinsælar færslur