Flock - Betri fyrir bloggara
Ég hef ekki lagt það í vana minn að mæla sérstaklega með einum eða öðrum vafra. En er búinn að vera nota Flock núna í nokkrar vikur. Hann er rétt að komast í alvöru útgáfu, er núna í Beta 1 (v 0.7) svo ég hef ekkert viljað vera að benda of mikið á hann. En þetta er sannarlega besti vafrinn (að mínu mati) fyrir bloggara. Maður getur nefnilega samhæft hann með helstu bloggkerfum og svo er bara skrif hnappur sem ég smelli á. Upp kemur lítil gluggi með litlum stöðluðum editor sem inniheldur það helsta sem ég þarf að nota til þess að geta tjáð mig. Auk þess er hann samhæfður með Flickr, með innbyggðum RSS lesara og allt er þetta byggt ofan á Mozilla. Svo ég mæli með því að þú prófir Flock.
Ummæli