Anybody wanna waste some time?
Það hefði verið einfalt fyrir mig að halda mig við Ridley Scott og Stanley Kubrick. En fyrir þessa þriðju færslu í þemanu þá lenti ég í nokkrum vandræðum. Sem mig grunar að ég eigi eftir að lenda í aftur. Kannski ég eigi eftir að þurfa að lengja tímabilið sem ég gef þessu þema. Gæti verið að vika væri hreinlega ekki nóg. En ég ætla í það minnsta að nefna 2 kvikmyndir í þessari færslu. Þetta eru 2 ólíkar kvikmyndir. Sem fjalla þó um sama viðfangsefni. Fíknina.
Sem reyndar er viðfangsefni fjölmargra ágætra kvikmynda. Mynda á borð við Blow og Traffic sem komu reyndar báðar út árið 2000. Kannski það hafi verið í eitthvað í loftinu þarna um aldamótin, því önnur af þeim tveimur myndum sem ég nefni í dag kom einmitt út árið 2000. Þetta er myndin Requiem for a Dream sem leikstýrt er af Íslandsvininum Darren Aronofsky. En þess má geta að til að teljast Íslandsvinur þarf viðkomandi ekki annað en að hafa komið til landsins. Darren hefur gert gott betur, því hann hefur komið oftar en einu sinni til landsins og er auk þess í ágætum tengslum við landið. Requiem for a Dream var önnur mynd Darren, en áður hafði hann gert Pi og síðar átti hann eftir að skrifa handritið fyrir Below. Requiem for a Dream er byggð á sögu Hubert Selby sem fyrst kom út árið 1978. Þar segir frá 4 persónum, smákrimunum Harry (Jared Leto) og Tyrone (Marlon Wayans), kærustunni Marion (Jennifer Connelly) og Söru (Ellen Burstyn) móðir Harry. Öll eiga þau sér drauma og þrár. Myndin hefst að sumri til. Sumarið er látið tákna þá möguleika sem sýnast í stöðunni og árstíðirnar eiga eftir að gefa okkur til kynna hvernig hallar undan fæti fyrir öllum persónunum. Afar áhrifa mikil frásögn og óvægin kvikmynd. Á köflum reyndist mér hreinlega erfitt að horfa á kvikmyndina (sem gerist ekki oft) og ég hef ekki enn séð jafn góða lýsingu í kvikmynd á þeim heimi sem fíklar þjást í. Sérstaklega var það leikur Ellen Burstyn sem leikur Söru sem var áhrifa mikil. Þó það megi raunar segja um alla þá sem fóru með aðalhlutverk í myndinni. Ekki mynd fyrir þá sem vilja myndir með jákvæðum endi, því hann er ekki til staðar hér. Sannarlega útför draumana, en rosalega góð kvikmynd.
Hin myndin er eldri. Hún gerist líka í aðeins saklausari heimi. Þó viðfangsefnið sé ekki svo ólíkt Requiem for a Dream. Þetta er kvikmynd Gus Van Sant, Drugstore Cowboy, en Gus skrifaði bæði handritið og leikstýrði myndinni. Ekki nein stórmynd og líklega hefði ég aldrei tekið eftir myndinni nema fyrir þá staðreynd að bandaríski rithöfundurinn William S. Burroughs var einn af leikurunum í myndinni. Það er ekki víst að allir kveiki á því af hverju mér fannst það merkilegt. En William þessi var hluti af beat kynslóðinni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hippakynslóðina. Sem var einmitt sú kynslóð sem hafði á því nokkra trú að ein leið til þess að öðlast lífshamingju gæti verið í gegnum neyslu á vímugjöfum af ýmsu tagi. Raunar var William háður morfínlyfjum stóran hluta ævi sinnar og skrifaði meðal annars bókina Junkie þar sem hann lýsir reynslu sinni. Vitandi þetta, þótti mér líklegt að eitthvað væri varið í þessa mynd. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi mynd, sem á köflum minnir á heimildarmynd, gefur okkur innsýn inn í heim fíknar, þar sem viðmið eru öll önnur en við eigum að venjast. Raunar er ekki fjarri lagi að segja að Drugstore Cowboy sé saklausari útgáfa af Requiem for a Dream. Kannski spegilmynd saklausari heims. Engu að síður eru skilaboð þessara mynda ekki svo ólík. Þessi leið er hál og það sem bíður að leiðarlokum er ekki endilega sérlega fallegt eða freistandi. Þarna voru á ferðinni leikarar sem áttu eftir að gera fína hluti, Matt Dillon, James Le Gros, Heather Graham og Kelly Lynch eru kjarnahópurinn í myndinni. Sem reyndist vera sú sem kom Gus Van Sant (sem á þessum tíma bætti við Jr. við nafnið sitt) á kortið. Ekki jafn erfið í áhorfi og Requim for a Dream en sannarlega fín mynd.
Sem reyndar er viðfangsefni fjölmargra ágætra kvikmynda. Mynda á borð við Blow og Traffic sem komu reyndar báðar út árið 2000. Kannski það hafi verið í eitthvað í loftinu þarna um aldamótin, því önnur af þeim tveimur myndum sem ég nefni í dag kom einmitt út árið 2000. Þetta er myndin Requiem for a Dream sem leikstýrt er af Íslandsvininum Darren Aronofsky. En þess má geta að til að teljast Íslandsvinur þarf viðkomandi ekki annað en að hafa komið til landsins. Darren hefur gert gott betur, því hann hefur komið oftar en einu sinni til landsins og er auk þess í ágætum tengslum við landið. Requiem for a Dream var önnur mynd Darren, en áður hafði hann gert Pi og síðar átti hann eftir að skrifa handritið fyrir Below. Requiem for a Dream er byggð á sögu Hubert Selby sem fyrst kom út árið 1978. Þar segir frá 4 persónum, smákrimunum Harry (Jared Leto) og Tyrone (Marlon Wayans), kærustunni Marion (Jennifer Connelly) og Söru (Ellen Burstyn) móðir Harry. Öll eiga þau sér drauma og þrár. Myndin hefst að sumri til. Sumarið er látið tákna þá möguleika sem sýnast í stöðunni og árstíðirnar eiga eftir að gefa okkur til kynna hvernig hallar undan fæti fyrir öllum persónunum. Afar áhrifa mikil frásögn og óvægin kvikmynd. Á köflum reyndist mér hreinlega erfitt að horfa á kvikmyndina (sem gerist ekki oft) og ég hef ekki enn séð jafn góða lýsingu í kvikmynd á þeim heimi sem fíklar þjást í. Sérstaklega var það leikur Ellen Burstyn sem leikur Söru sem var áhrifa mikil. Þó það megi raunar segja um alla þá sem fóru með aðalhlutverk í myndinni. Ekki mynd fyrir þá sem vilja myndir með jákvæðum endi, því hann er ekki til staðar hér. Sannarlega útför draumana, en rosalega góð kvikmynd.
Hin myndin er eldri. Hún gerist líka í aðeins saklausari heimi. Þó viðfangsefnið sé ekki svo ólíkt Requiem for a Dream. Þetta er kvikmynd Gus Van Sant, Drugstore Cowboy, en Gus skrifaði bæði handritið og leikstýrði myndinni. Ekki nein stórmynd og líklega hefði ég aldrei tekið eftir myndinni nema fyrir þá staðreynd að bandaríski rithöfundurinn William S. Burroughs var einn af leikurunum í myndinni. Það er ekki víst að allir kveiki á því af hverju mér fannst það merkilegt. En William þessi var hluti af beat kynslóðinni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hippakynslóðina. Sem var einmitt sú kynslóð sem hafði á því nokkra trú að ein leið til þess að öðlast lífshamingju gæti verið í gegnum neyslu á vímugjöfum af ýmsu tagi. Raunar var William háður morfínlyfjum stóran hluta ævi sinnar og skrifaði meðal annars bókina Junkie þar sem hann lýsir reynslu sinni. Vitandi þetta, þótti mér líklegt að eitthvað væri varið í þessa mynd. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi mynd, sem á köflum minnir á heimildarmynd, gefur okkur innsýn inn í heim fíknar, þar sem viðmið eru öll önnur en við eigum að venjast. Raunar er ekki fjarri lagi að segja að Drugstore Cowboy sé saklausari útgáfa af Requiem for a Dream. Kannski spegilmynd saklausari heims. Engu að síður eru skilaboð þessara mynda ekki svo ólík. Þessi leið er hál og það sem bíður að leiðarlokum er ekki endilega sérlega fallegt eða freistandi. Þarna voru á ferðinni leikarar sem áttu eftir að gera fína hluti, Matt Dillon, James Le Gros, Heather Graham og Kelly Lynch eru kjarnahópurinn í myndinni. Sem reyndist vera sú sem kom Gus Van Sant (sem á þessum tíma bætti við Jr. við nafnið sitt) á kortið. Ekki jafn erfið í áhorfi og Requim for a Dream en sannarlega fín mynd.
Ummæli