Þemavikan framlengd

Í gærkvöldi fór ég á fjöll. Fór í miðnæturgöngu í fyrsta skipti á ævinni. Sem var ævintýralegt. Við gegnum á fjall sem heitir Bláfell sem stendur rétt við Kjalveginn. Það var rétta veðrið til þess að fara í þessa göngu. Létt yfir, sólin skein á meðan gengið var á fjallið, en það var þægileg gola sem hélt okkur göngufólkinu við efnið á meðan gengið var upp. Það er alltaf jafn skemmtilegt að sigrast á þessum fjöllum. Núna var ég með GPS tækið í gangi og ég er farinn að verða nokkuð klár í notkun þess. Reyndar ekki klárari en svo, að allt eins gæti verið að tækið hafi orðið eftir út í móa. En það á eftir að koma í ljós. Ekki svo sem í fyrsta skipti sem mér gengur vel að týna hlutum sem ég geng með á hendinni. En það er vandamál dagsins í dag. GPS laus fer ég ekki á Hornstrandir og það verður þá gengið til kaups við Amazon til að tryggja að svo sé ekki. En við lögðum af stað af höfuðborgarsvæðinu rétt um 6 leitið, svo mér gafst engin tími til þess að setja niður einhverjar línur um kvikmyndir.

Ég hafði þó góðan tíma til að hugsa um viðfangsefnið á meðan fjallið var sigrað. Raunar er svo margt sem ég næ að hugsa og velta fyrir mér á þessum ferðum. Njóta þess að vera á hreyfingu út undir beru lofti. Auk þess sem ég var með gönguhópnum góða og það er afskaplega góður félagsskapur. Í dag fer ég síðan til þess að taka þátt í gleði fólks sem er að gifta sig. Svo ég hef lítinn tíma til þess að tjá mig í dag. En kvikmyndaþemað mun halda áfram. Ég er ennþá með nokkrar myndir sem mig langar til að segja frá. Svo ég framlengi. Hvað skildi ég nú eiginlega hafa gert við þetta GPS tæki?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
maður spyr sig hvar er þetta gps tæki?
en svoldið fyndið að þú týnir því sem á að passar að þú gerir það ekki,þú gætir orðað þetta betur en þú skilur hvað ég meina.

Vinsælar færslur