Sumarið er ís
Það tilheyrir sumrinu hjá mér að borða ís. Ís er eitthvað sem mér hefur fundist gott að borða síðan ég var lítil. Man eftir því að besti ísinn í bænum fékkst þar sem núna er Ingólfstorg. Eða þar við í ísbúð sem hét Dairy Queen. Sýnir kannski best hvað ég er orðinn aldraður. Þá fer maður í upprifjunargírinn. Heldur að allt hafi verið betra í gamla daga. Ætli það sé eitthvað í okkur sem gerir þetta að verkum? Veit það ekki. En það er einn staður hér á höfuðborgarsvæðinu sem er einmitt þekktur fyrir það selja gamaldags ís. Lítil ísbúð í Vesturbænum. Sem sumir segja að selji besta ís í heimi. Í dag var svona dagur þar sem mér var heit. Þá fer mig alltaf að langa í ís. Þessi ís löngun jókst á undanförnum árum. Ekki nema furða þegar maður umgengst fólk sem telur ís vera sinn uppáhaldsmat. Veit ekki hvort ég myndi ganga svo langt. Ætli það yrði ekki súkkulaði hjá mér. En hvað um það. Ég fór að loknum vinnudegi í ísbúðina í Vesturbænum. Átti von á því að standa í biðröð. En hvernig sem á því stóð þá var bara lítið að gera. Ég fékk afgreiðslu strax. Mæli með gamaldags með lúxusdýfu. Nammi, namm.
Ummæli