Það sækir að mér syfja

Það var gríðarlega erfitt að vakna til þess fara í píninguna í morgunn. Ef það hefði ekki verið glampandi sól þá er ég eiginlega alveg viss um að ég hefði sofið yfir mig. En það hefur reyndar ekki skeð ennþá. Mér er að takast það sem ég hélt að ég myndi aldrei geta gert. Að vakna löngu áður en ég þarf. Næsta skrefið er að gera þetta hina morgnana líka og byrja daginn á því að fara í jóga. Það kemur. Það er hins vegar eitt við þetta. Ég á það nefnilega til að verða alveg svakalega syfjaður. Svona þegar líður á daginn.

Fyrir nokkrum árum þá hefði ég leyst þetta vandamál með fleiri kaffibollum. Núna hef ég hins vegar tamið mér þá reglu að fækka kaffibollunum. Reyna að halda mig nær ráðlögðum dagskammti af kaffi. Það hefur hjálpað bæði við minni skjálfta svona um 5 leitið og eins held ég að skapið hafi batnað. Fæ mér vatn í staðinn. Dreg súrefni ofan í lungun. Það heldur mér ágætlega vakandi.  

Ég er líka að rekast á fullt af skemmtilegum hlutum á vefnum í dag. Meira um það seinna

Ummæli

Vinsælar færslur