Pælingar um þróun í tækni

Ég fór á nokkuð athyglisverðan fyrirlestur í hádeginu í gær. Já og takk fyrir mig pabbi. Ekki slæm veisla sem þú bauðst okkur upp á í gærkvöldi. En, já, fyrirlesturinn. Þannig var að mér var sem sagt boðið til þess að hlusta á fyrirlestur í hádeginu í gær. Fyrirlesarinn er virtur á sínu sviði. Mér fannst hann líka sannfærandi. Hafa nokkuð til síns máls. Svona í hnotskurn þá fannst mér hann vera að segja að það séu til tvennskonar breytingar. Annars vegar er um að ræða þróun. Þar sem þeir sem standa vel að vígi, standa yfirleit vel að vígi að henni lokinni. Hins vegar er um að ræða byltingar. Í byltingunum eru það nýju aðilarnir sem standa uppi sem sigurvegarar. Hér erum við að ræða um tæknilegar breytingar og áhrif þeirra.

Kenning þessa ágæta manns er sem sagt sú að ekki sé um að kenna vondum stjórnendum. Eða vitlausum ákvörðunum. Heldur séu ákvarðanir teknar á teknar af mestu skynsemi. Þær byggist einfaldlega á því að hámarka arð. Eitt dæmið um þetta sé t.d. bandaríski bílaiðnaðurinn og innkoma japanskra bíla á þann markað. Japönsku bílarnir hafi til að byrja með verið litlir og ódýrir. Ekki mjög merkilegir bílar. Fyrir fólk sem gerði litlar kröfur. Svo bandarísku bílaframleiðendurnir snéru sér að öðrum tegundum. Sem gáfu betri arð. Allir græddu. Smátt og smátt urðu japönsku bílarnir betri og aðeins stærri. Svo þeir bandarísku færðu sig til á markaðnum. Algjört rugl að vera keppa við þessa Japani. Sem voru hvort sem er bara í litlum og meðalstórum bílum. Sem engin var eiginlega að græða mikið á hvort sem var. Svona hélt þetta áfram. Þangað til að í dag eru japönsku bílarnir komnir inn á alla markaði. En spurning hvað verður með þessa nýju kínversku og indversku bílaframleiðendur. En þeir framleiða nú hvort sem er bara litla og lélega bíla, svo hver ætti svo sem að hafa áhyggjur af þeim.

Þetta er auðvelt að sjá eftir á. Spyrja sig að því hvað hafi eiginlega verið að. En hitt er svo annað að það er alltaf svo auðvelt að vera vitur eftir á. Hitt er svo annað sem hann benti líka á. Að oft eru það samkeppnisyfirvöld sem standa í vegi fyrir því að neytendur njóti þessara breytinga til fullnustu. Mér dettur í hug málaferli IBM og Microsoft. Kannski þú þekkir önnur dæmi. En mér fannst þetta athyglisvert. Ætla mér að lesa bækurnar eftir þennan gaur. Sjá hvort ég geti ekki lært eitthvað.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú ættir að kíkja á bókina The world is flat. Er búinn að vera að hlusta á hana í iPodinum undanfarið. Hún er reyndar óþarflega löng - en hún fjallar einmitt um þá þróun sem orðið hefur tækivæðingar, globalization og fleira.
Raunar áhugavert fyrir gaura með okkar bakgrunn þá er sumt í þessu svolítið eins og að lesa samtímasögu - upprifjun á Netscape IPO:inu, tilurð Firefox, outsourcing til Indlands, homesourcing hjá JetBlue til heimavinnandi húsmæðra og svo mætti lengi telja.
Tjökkaðu á henni við tækifæri
Nafnlaus sagði…
Bókin er eftir Thomas Friedman.
Simmi sagði…
Way ahead of you - bókin situr í bókahillunni hjá mér:-)

Vinsælar færslur