Vorferð þriðji hluti

Þetta hafa verið langir dagar. Hingað til í það minnsta. Farið eldsnemma á fætur. Farið seint að sofa. En það fylgir þessum ferðum. Því af einhverjum ástæðum þá er manni haldið úti. Sá um daginn á vefnum hjá sambloggara mínum að þar var kona að ræða um hversu erfitt það væri afþakka drykki. Hér á þessum slóðum er maður næstum því að móðga þjóðina ef maður afþakkar drykkinn. Svo ég er orðinn hálf þreyttur í dag.

Til allrar hamingju leiðist mér lítið. Það eru áhugaverðir hlutir í gangi hérna. Fólk frá ýmsum heimshornum sem starfar við það sama og ég. Sem er bæði skemmtilegt fólk þegar það er í vinnunni og þegar það fer út að skemmta sér. Hér er líka farið vel með mig hvað mat varðar. Man ekki hvort ég hef minnst á það, en mér finnst alveg ferlega skemmtilegt að borða góðan mat og það spillir ekki fyrir ef gott vín fylgir með matnum.

Hér á þessum slóðum er auðvelt að finna sér bæði góðan mat og góða drykki. Hér er sterk hefð fyrir sjávarafurðum, en líka undarlegri matartegundum. Í fyrra þegar ég var hér, þá var okkur til dæmis boðið upp á dúfu. Eitthvað sem ég hafði svo sem ekki smakkað áður. Mér var sagt að það væri munur á borgar og sveita dúfum. Var ekki í vandræðum með að koma dýrinu niður. Sumum vinnufélagana fannst það öllu erfiðar. Það var víst eitthvað við það að sjá kló standa upp úr disknum. Í gærkvöld var það sérstaklega tekið fram að okkur yrði ekki boðið upp á dúfu.

Ummæli

Vinsælar færslur