Sólarlag
Sólin er að setjast í Hansabænum. Allt í einu bý ég í fallegasta bæ í heimi. Það slær svona gylltum, rauðlogandi blæ á húsin hinum megin við höfnina. Birtan svona óræðin og Reykjaneshryggurinn orðin fjólublár. Silicon Soul að byrja með Essential Mix frá því í fyrra og mér líður eitthvað svo passlega með allt. Ótrúlegt hvað sumarið á Íslandi er fallegra en í útlöndum. Allir dagar ættu að vera svona.
Svo er ég líka búinn að finna mér bílinn sem mig langar í. Sá hann á götu í London um síðustu helgi. Ferlega skemmtilegur bíll. Lítur út eins og hann hafi verið framleiddur svona ca. 1950 og eitthvað. En er raunar miklu nýrri framleiðsla. Fékk loksins að vita í dag hvað hann heitir. Kemur í ljós að hann heitir Nissan Figaro og það voru víst bara framleiddir 20 þúsund svona bílar árið 1991 og þeir voru svo vinsælir að það var haldið happadrætti um það hverjir myndu eignast svona bíl. Skilst að þeir séu byrjaðir að koma til Evrópu. Mig dauðlangar í svona bíl.
Svo er ég líka búinn að finna mér bílinn sem mig langar í. Sá hann á götu í London um síðustu helgi. Ferlega skemmtilegur bíll. Lítur út eins og hann hafi verið framleiddur svona ca. 1950 og eitthvað. En er raunar miklu nýrri framleiðsla. Fékk loksins að vita í dag hvað hann heitir. Kemur í ljós að hann heitir Nissan Figaro og það voru víst bara framleiddir 20 þúsund svona bílar árið 1991 og þeir voru svo vinsælir að það var haldið happadrætti um það hverjir myndu eignast svona bíl. Skilst að þeir séu byrjaðir að koma til Evrópu. Mig dauðlangar í svona bíl.
Ummæli
já og flottur bíll-settu inn tilboð