Ný þema vika
Fyrir nokkru síðan var ég með þema viku hérna. Mér fannst það takast nokkuð vel. Svo ég ákvað að hafa aftur þema viku. Í þetta skipti tileinkaða kvikmyndum. Ekki endilega samt lista yfir bestu myndir í heimi. Held að það sé ekkert endilega neitt sérlega spennandi. Reyndar kem ég til með að nefna kvikmyndir sem mér finnast framúrskarandi góðar. En líka einhverjar sem eru kannski ekki ofarlega á svona listum. Ég ákvað sem sagt að segja frá kvikmyndum sem mér finnast merkilegar. Hafa haft áhrif á mig. Því ég veit fátt jafn skemmtilegt eins og það að horfa á góða kvikmynd. Fer raunar allt of sjaldan orðið í bíó. Sumar af þessum myndum á ég til á DVD. Aðrar höfðu áhrif á mig, en ekki með þeim hætti að mér þætti tilefni til þess að eignast þær. Ég ætla að taka það fram að ég gef mig ekki út fyrir að vera sérstakur gagnrýnandi. Enda verður þessi umfjöllun ekki gagnrýni á þessar kvikmyndir. Miklu frekar mitt persónulega sjónarhorn á þær.
Ég ákvað að byrja á mynd sem ég á í DVD safninu mínu. Full Metal Jacket er að mínu viti sú kvikmynd sem kemst næst því að vera hin fullkomna stríðsmynd. Þessi mynd er um margt athyglisverð. Myndin fjallar um Víetnamstríðið og því hefur verið haldið fram af mér vitrari mönnum að líklega sé þetta sú kvikmynd sem komist hvað næst því að sýna raunveruleika þess. Sem er athyglisvert í ljósi þess að hún var gerð í Bretlandi. Söguþráðurinn er í stuttumáli um þjálfun hermanna fyrir stríðið og sýnir vel það brjálæði sem slík þjálfun er. Sagan segir að Stanley Kubrick hafi fengið raunverulegan liðþjálfa til þess að fara yfir öll þau atriði til þess að þau endurspegluðu raunveruleikan sem best. Seinni hluti myndarinnar gerist síðan í Víetnam. Ekki í frumskóginum, heldur í borg. Stanley Kubrick komst að því að franskur arkitekt hafði teiknað borgarhverfi í London og að sá hin sami hafði líkað hannað og byggt mikið í Víetnam. Til stóð að rífa hverfið og Stanley greip tækifærið og tók seinni hluta myndarinnar upp þar. Flutti tugi þúsunda af pálmatrjám til Bretlands til þess að gera þetta sem raunverulegast. Það segir sitt um aldur minn að þetta er ekki eina myndin um Víetnam stríðið sem er í DVD safninu mínu. Raunar átti ég eftir að skrifa master ritgerð í alþjóðasamskiptum þar sem ég fjallaði meðal annars um þetta stríð. En þrátt fyrir að hafa lesið ókjör af bókum um þetta stríð síðan og séð ófáar kvikmyndir um þessa atburði, þá finnst mér þetta áhrifamesta frásögnin af þessum átökum. Mest lýsandi fyrir það brjálæði sem það var. Þess vegna er Full Metal Jacket fyrsta myndin í þema vikunni minni.
Ég ákvað að byrja á mynd sem ég á í DVD safninu mínu. Full Metal Jacket er að mínu viti sú kvikmynd sem kemst næst því að vera hin fullkomna stríðsmynd. Þessi mynd er um margt athyglisverð. Myndin fjallar um Víetnamstríðið og því hefur verið haldið fram af mér vitrari mönnum að líklega sé þetta sú kvikmynd sem komist hvað næst því að sýna raunveruleika þess. Sem er athyglisvert í ljósi þess að hún var gerð í Bretlandi. Söguþráðurinn er í stuttumáli um þjálfun hermanna fyrir stríðið og sýnir vel það brjálæði sem slík þjálfun er. Sagan segir að Stanley Kubrick hafi fengið raunverulegan liðþjálfa til þess að fara yfir öll þau atriði til þess að þau endurspegluðu raunveruleikan sem best. Seinni hluti myndarinnar gerist síðan í Víetnam. Ekki í frumskóginum, heldur í borg. Stanley Kubrick komst að því að franskur arkitekt hafði teiknað borgarhverfi í London og að sá hin sami hafði líkað hannað og byggt mikið í Víetnam. Til stóð að rífa hverfið og Stanley greip tækifærið og tók seinni hluta myndarinnar upp þar. Flutti tugi þúsunda af pálmatrjám til Bretlands til þess að gera þetta sem raunverulegast. Það segir sitt um aldur minn að þetta er ekki eina myndin um Víetnam stríðið sem er í DVD safninu mínu. Raunar átti ég eftir að skrifa master ritgerð í alþjóðasamskiptum þar sem ég fjallaði meðal annars um þetta stríð. En þrátt fyrir að hafa lesið ókjör af bókum um þetta stríð síðan og séð ófáar kvikmyndir um þessa atburði, þá finnst mér þetta áhrifamesta frásögnin af þessum átökum. Mest lýsandi fyrir það brjálæði sem það var. Þess vegna er Full Metal Jacket fyrsta myndin í þema vikunni minni.
Ummæli
Báðar komu mun betur út úr skoðuninni en ég bjóst við. Síðar sótti ég kúrs um stríðið kenndan af manni sem hefur sérhæft sig í kennslu um stríðið og var sjálfur í Víetnam '69-'70. Aðrar myndir sem hann benti á voru Hamburger Hill – blóði úthellt fyrir tilgangslausa landspildu sem er svo yfirgefin – og Apocalypse Now – Ameríka færð til hermannanna.
Og nú er ég aftur farinn að þykjast vera gestabloggari og það í, að ég held, fyrsta skipti sem ég kommenta hjá þér.
Cheers! :)
kv. Simmi