Góð mynd alla daga ársins
Það er algjör tilviljun að þema vikuna mína ber upp á þennan bleika dag. Svo ég sé mig knúinn til þess í tilefni dagsins að segja frá einhverjum af þeim myndum sem tengjast konum. Eða kannski ég ætti fremur að segja myndir sem mér hafa þótt undirstrika þá afstöðu að ekki sé ástæða til þess að gera upp á milli kynjanna. Því þó ég muni ekki kalla mig femínista, þá tel ég hugmyndina um yfirburði annars hvors kynsins byggða á sandi. En það verða aðrir en ég að taka þá umræðu.
Myndin sem ég nefni til sögunar á þessum degi er gerð af leikstjóranum Ridley Scott sem á eftir að koma aftur fyrir í vikunni. Þetta er hin frábæra Thelma and Louise en þess má geta að handritshöfundur er Callie Khouri en hún skrifaði líka handritið að Something To Talk About og Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. Sem hvort tveggja eru sterkar kvennamyndir. Fyrir þetta handrit fékk Callie Óskars og Golden Globe verðlaun, auk verðlauna frá rithöfundasambandi Bandaríkjana fyrir besta upprunalega kvikmyndahandrit. Komi einhverjum það á óvart að það sé karlmaður sem leikstýrir myndinni þá þarf það ekki endilega að koma á óvart. Ridley Scott hafði nefnilega sýnt í Alien að hann var óhræddur við að búa til sterkar kvenhetjur.
Þarna kom saman í einni mynd feiknarlega gott handrit, frábær leikstjórn og feikilega sterkur leikarahópur. Raunar er ég ekki frá því að þarna hafi Geena Davis náð hápunktinum í leikferli sínum. Hún og Susan Sarandon voru þarna í hlutverki tveggja kvenna sem svo sannarlega snúa bökum saman. Þær búa við heimilisaðstæður þar sem karlarnir í lífi þeirra virðast hafa lítinn sem engan áhuga á því að skapa þeim betri aðstæður. Þær ákveða að gera eitthvað í málinu, en örlögin eiga eftir að grípa inn í áætlanir þeirra. Þetta var líka myndin sem kom ferli Brad Pitt af stað. Sem ég var ekkert að kveikja á þegar ég sá myndina í fyrsta skipti. Þó mig kitli í puttana þá ætla ég ekki að segja meira frá söguþræðinum. Þú getur bara flett honum upp á Google, en mig langar miklu frekar til þess að hvetja þig til þess að sjá myndina. Hún höfðar nefnilega bæði til karla og kvenna. Fyndin, áhrifamikil, spennandi, sorgleg og umfram allt meistaralega gerð kvikmynd.
Myndin sem ég nefni til sögunar á þessum degi er gerð af leikstjóranum Ridley Scott sem á eftir að koma aftur fyrir í vikunni. Þetta er hin frábæra Thelma and Louise en þess má geta að handritshöfundur er Callie Khouri en hún skrifaði líka handritið að Something To Talk About og Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. Sem hvort tveggja eru sterkar kvennamyndir. Fyrir þetta handrit fékk Callie Óskars og Golden Globe verðlaun, auk verðlauna frá rithöfundasambandi Bandaríkjana fyrir besta upprunalega kvikmyndahandrit. Komi einhverjum það á óvart að það sé karlmaður sem leikstýrir myndinni þá þarf það ekki endilega að koma á óvart. Ridley Scott hafði nefnilega sýnt í Alien að hann var óhræddur við að búa til sterkar kvenhetjur.
Þarna kom saman í einni mynd feiknarlega gott handrit, frábær leikstjórn og feikilega sterkur leikarahópur. Raunar er ég ekki frá því að þarna hafi Geena Davis náð hápunktinum í leikferli sínum. Hún og Susan Sarandon voru þarna í hlutverki tveggja kvenna sem svo sannarlega snúa bökum saman. Þær búa við heimilisaðstæður þar sem karlarnir í lífi þeirra virðast hafa lítinn sem engan áhuga á því að skapa þeim betri aðstæður. Þær ákveða að gera eitthvað í málinu, en örlögin eiga eftir að grípa inn í áætlanir þeirra. Þetta var líka myndin sem kom ferli Brad Pitt af stað. Sem ég var ekkert að kveikja á þegar ég sá myndina í fyrsta skipti. Þó mig kitli í puttana þá ætla ég ekki að segja meira frá söguþræðinum. Þú getur bara flett honum upp á Google, en mig langar miklu frekar til þess að hvetja þig til þess að sjá myndina. Hún höfðar nefnilega bæði til karla og kvenna. Fyndin, áhrifamikil, spennandi, sorgleg og umfram allt meistaralega gerð kvikmynd.
Ummæli