Veldu versta lagið!
Það bárust heldur færri tilnefningar í vondu laga keppnina en ég hafði vonast til. En kannski það sýni bara hversu góðan smekk á tónlist við höfum öll. Við eigum hreinlega í vandræðum með að velja vond lög. Munum þau hreinlega ekki. Eða ekki nöfn á þeim. Svo ég ákvað að bæta nokkrum við. Svona til þess að þetta yrði ekki of jafnt. Ákvað að velja þau fyrir hönd þeirra sem sendu inn tilnefningar, svo loforðið um léttvínsflösku og blandaðan geisladisk með góðri tónlist til þess sem útnefndi versta lagið stendur. Jafnvel þó það hafi hugsanlega komið frá mér. Það er þá tengt einhverjum af þeim sem sendu inn tilnefningar. Lögin sem voru útnefnd eru þó að mínum dómi öll sérlega vond. Þau lög sem ég fann tengla á – þau getið þið hlustað á – og jafnvel horft á ógleymanleg myndbönd. Önnur þekkið þið væntanlega.
Anna Vilhjálms – Fráskilin að vestan
Árni Jónsen – Í Þykkvabænum
Aqua – Barbie Girl
Ace of Base – All That She Wants
Armi and Danni – I Want To Love You Tender
Black Eyed Peas – My Humps
The Cheeky Girls – The Cheeky Girls (Touch My Bum)
Leonard Nimoy - Ballad of Bilbo Baggins
Los del Rio - Macarena
William Shatner – Lucy In The Sky With Diamonds
Anna Vilhjálms – Fráskilin að vestan
Árni Jónsen – Í Þykkvabænum
Aqua – Barbie Girl
Ace of Base – All That She Wants
Armi and Danni – I Want To Love You Tender
Black Eyed Peas – My Humps
The Cheeky Girls – The Cheeky Girls (Touch My Bum)
Leonard Nimoy - Ballad of Bilbo Baggins
Los del Rio - Macarena
William Shatner – Lucy In The Sky With Diamonds
Ummæli
Leonard Nimoy (Mr. Spock) OG Shatner (Cpt. Kirk)
sammála flestu þarna annars...
En ég er raunar stórhrifinn af tónlistartilraunum Leonard Nimoy og William Shatner. Mæli með að þið leitið að "Tambourine man" með William shatner, það er baaara flott.
Það er skelfilegt lag!
-Anna