Skemmtilegar heimsóknir
Ég veit ekki hvað það er sem veldur. En þetta svæði hefur aldrei orðið sérlega vinsæll vettvangur fyrir aðra til að tjá sig. Þeir fáu sem hafa þorað að tjá sig hafa fljótlega gefist upp. Líklega ekki talið það þess virði. Eða bara fundist það sem ég er að skrifa um svo svakalega leiðinlegt. Í það minnsta finnst mér ástæða til þess að hvetja þá sem hingað líta inn til þess að skilja eftir kveðju.
Það er raunar afskaplega einfalt. Má meira að segja gera nafnlaust. Sá sem þetta skrifar hefur síðan alveg svakalega gaman af því að fá kveðjur. Meira að segja þessar nafnlausu. Ég hef það fyrir sið að lesa þær. Svara ef svo ber undir. Yfirleit án þess að vera með leiðindi út í þá sem skrifa kveðjur.
Mér finnst nefnilega skemmtilegt að eiga lesendur. Ennþá skemmtilegra finnst mér að eiga lifandi lesendur. Held nefnilega að hluti af þeim sem hingað koma séu ekki lifandi. Heldur hugbúnaður sem framleiðendur leitarvéla hafa smíðað í þeim tilgangi að lesa yfir það sem ég skrifa. Sem mér finnst líka skemmtilegt.
Annars er ég á kafi í því að reyna skilja CSS þessa dagana. Það gengur svona upp og ofan. Ekkert rosalega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Held að þreyttur og aldraður heili minni eigi í einhverjum erfiðleikum með að ná þessu. En ég er ekkert á því að gefast upp. Það er bara ekki minn stíl.
En ég fékk skemmtilegan pakka í dag. Nýjustu myndina í rússneskum þríleik. Hlakka til að horfa á. Rússneskt kvikmyndakvöld framundan.
Það er raunar afskaplega einfalt. Má meira að segja gera nafnlaust. Sá sem þetta skrifar hefur síðan alveg svakalega gaman af því að fá kveðjur. Meira að segja þessar nafnlausu. Ég hef það fyrir sið að lesa þær. Svara ef svo ber undir. Yfirleit án þess að vera með leiðindi út í þá sem skrifa kveðjur.
Mér finnst nefnilega skemmtilegt að eiga lesendur. Ennþá skemmtilegra finnst mér að eiga lifandi lesendur. Held nefnilega að hluti af þeim sem hingað koma séu ekki lifandi. Heldur hugbúnaður sem framleiðendur leitarvéla hafa smíðað í þeim tilgangi að lesa yfir það sem ég skrifa. Sem mér finnst líka skemmtilegt.
Annars er ég á kafi í því að reyna skilja CSS þessa dagana. Það gengur svona upp og ofan. Ekkert rosalega vel ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Held að þreyttur og aldraður heili minni eigi í einhverjum erfiðleikum með að ná þessu. En ég er ekkert á því að gefast upp. Það er bara ekki minn stíl.
En ég fékk skemmtilegan pakka í dag. Nýjustu myndina í rússneskum þríleik. Hlakka til að horfa á. Rússneskt kvikmyndakvöld framundan.
Ummæli
Ég kíki hingað alltaf og les pistlana þína Simmi, en það verður eitthvað svo krípí þegar að það er alltaf bara ein manneskja sem kvittar - en ég skal gera það samt í von um að fleiri bætist við :-)
Yfir og út.
hér er ein til: KÆR KVEÐJA TIL SIMMA:)
Já, og LIFI SIMMI!
veit reyndar ekkert hvað CSS er, er það eitthvað svipað og CSI?
Baun þú verður hrygg að komast að því að CSS á ekkert skilt við CSI - þetta er sem sagt nördafest með rauðvínsívafi:-)
er það svo?
Við höldum svo sérstök CSI-kvöld fyrir baun, er það ekki :-). Eða Trek-kvöld. Óóójá.