Úrslit í Vondulaga keppninni
Það kom að því. Keppninni um versta lagið lauk. Þá er ég auðvitað ekki að tala um Júróvisjón keppnina. Nei, heldur þessa sem ég hef haft í gangi hérna undanfarið. Það fer ekkert á milli mála að lesendur mínir hafa næmt eyra fyrir vondum lögum. Þrjú lög fengu ekki eitt einasta atkvæði. Ekki vegna þess að þau hafi ekki átt heima í keppninni samt. En engum fannst Armi and Danni – I Want To Love You Tender, The Cheeky Girls – The Cheeky Girls (Touch My Bum) eða Leonard Nimoy - Ballad of Bilbo Baggins nægilega vond til þess að gefa þeim atkvæði sitt. Öll áttu þau frábær myndbönd sem kannski hafa skilað þeim þessum árangri. Náð því að verða góð vond lög.
Tvö lög fengu sitt hvort atkvæðið. Barnavísur Ace of Base – All That She Wants fannst einum lesenda versta lagið. Þar eru þroskuð eyru á ferðinni sem vita hvenær þau heyra vont lag. Einum lesenda fannst William Shatner – Lucy In The Sky With Diamonds verst í heimi og það verður að segjast að þessi nauðgun á Bítlalaginu er með því versta sem borið hefur fyrir mín eyru. Þau ykkar sem völduð þetta lag eruð greinilega fólk með sjálstæðar skoðanir.
Black Eyed Peas – My Humps fékk 11% atkvæða enda þar á ferðinni með ólíkindum vont lag. Eða svo vitnað sé í Slate “proof that a song can be so bad as to veer toward evil”. Raunar sameinar lagið og myndbandið að mínu mat sumt af því versta sem sést í Bandarísku popi. Sannarlega vont lag. Ég tel því alla þá sem völdu My Humps sem versta lag veraldar vera fólk sem hefur þroskað tónlistareyra.
Næstu tvö lög fengu nákvæmlega jafn mörg atkvæði sem skilaði þeim 14% atkvæða. Annars vegar lag sem kannski var ekki svo óskaplega vont. En það varð á endanum hrein kvöl að hlusta á Los del Rio flytja Macarena. Svo ekki sé minnst á dansinn. Hitt var fyrsta íslenska lagið til þess að komast á listann. Anna Vilhjálms – Fráskilin að vestan er í flokki laga sem þú óskar að hafa aldrei heyrt. En heyrir á gleðilegum samkomum víðsvegar um landið. Þau ykkar sem völdu þessi tvö lög eru greinilega í hópi folks sem telur að vinsældir séu ekki mælikvæði á gæði.
Það var síðan mikilmennið úr Vestmannaeyjum, já sjálfur brekkusöngvarinn ógurlegi og þjóðhátíðarskelfirinn Árni Jónsen sem lenti í öðru sæti í þessari keppni. Árni Jónsen – Í Þykkvabænum hlaut 19% atkvæða. Enda sannar lagið að Árni hefði betur lagt flest annað fyrir sig en song og tónsmíðar. Það er nefnilega ekki mælikvarði á gæði að syngja með fullufólki í Vestmannaeyjum. Mér þykir einsýnt að allir þeir sem völdu þetta versta lagið hafi því aldrei farið á Þjóðhátíð og það er mikil kostur í mínum augum.
En það voru frændur okkar í Danaveldi sem eiga heiðurinn af versta laginu. Þar voru lesendur mínir sammála fjölmörgum öðrum verstulaga kosningum. Reyndar læddist að mér sá grunur að nokkuð kosningasvindl hefði tengst þessu lagi. En úrslitin eru hins vegar mjög afgerandi. 36% atkvæða féllu gegn þessu lagi og það er því klárlega versta lagið. Raunar tel ég líklegt að þetta lag eigi eftir að vinna á með tímanum og komast því smátt og smátt í hóp laga sem eru svo vond að þau verða góð. En þessi ægilega tónsmíði verður hins vegar ekki á disknum sem sá sem útnefndi lagið mun hljóta í verðlaun. Nú er bara spurning hvað ég eigi næst að láta kjósa um?
Að lokum segi ég bara – SENDUM SILVÍU AFTUR Á NÆSTA ÁRI!
Tvö lög fengu sitt hvort atkvæðið. Barnavísur Ace of Base – All That She Wants fannst einum lesenda versta lagið. Þar eru þroskuð eyru á ferðinni sem vita hvenær þau heyra vont lag. Einum lesenda fannst William Shatner – Lucy In The Sky With Diamonds verst í heimi og það verður að segjast að þessi nauðgun á Bítlalaginu er með því versta sem borið hefur fyrir mín eyru. Þau ykkar sem völduð þetta lag eruð greinilega fólk með sjálstæðar skoðanir.
Black Eyed Peas – My Humps fékk 11% atkvæða enda þar á ferðinni með ólíkindum vont lag. Eða svo vitnað sé í Slate “proof that a song can be so bad as to veer toward evil”. Raunar sameinar lagið og myndbandið að mínu mat sumt af því versta sem sést í Bandarísku popi. Sannarlega vont lag. Ég tel því alla þá sem völdu My Humps sem versta lag veraldar vera fólk sem hefur þroskað tónlistareyra.
Næstu tvö lög fengu nákvæmlega jafn mörg atkvæði sem skilaði þeim 14% atkvæða. Annars vegar lag sem kannski var ekki svo óskaplega vont. En það varð á endanum hrein kvöl að hlusta á Los del Rio flytja Macarena. Svo ekki sé minnst á dansinn. Hitt var fyrsta íslenska lagið til þess að komast á listann. Anna Vilhjálms – Fráskilin að vestan er í flokki laga sem þú óskar að hafa aldrei heyrt. En heyrir á gleðilegum samkomum víðsvegar um landið. Þau ykkar sem völdu þessi tvö lög eru greinilega í hópi folks sem telur að vinsældir séu ekki mælikvæði á gæði.
Það var síðan mikilmennið úr Vestmannaeyjum, já sjálfur brekkusöngvarinn ógurlegi og þjóðhátíðarskelfirinn Árni Jónsen sem lenti í öðru sæti í þessari keppni. Árni Jónsen – Í Þykkvabænum hlaut 19% atkvæða. Enda sannar lagið að Árni hefði betur lagt flest annað fyrir sig en song og tónsmíðar. Það er nefnilega ekki mælikvarði á gæði að syngja með fullufólki í Vestmannaeyjum. Mér þykir einsýnt að allir þeir sem völdu þetta versta lagið hafi því aldrei farið á Þjóðhátíð og það er mikil kostur í mínum augum.
En það voru frændur okkar í Danaveldi sem eiga heiðurinn af versta laginu. Þar voru lesendur mínir sammála fjölmörgum öðrum verstulaga kosningum. Reyndar læddist að mér sá grunur að nokkuð kosningasvindl hefði tengst þessu lagi. En úrslitin eru hins vegar mjög afgerandi. 36% atkvæða féllu gegn þessu lagi og það er því klárlega versta lagið. Raunar tel ég líklegt að þetta lag eigi eftir að vinna á með tímanum og komast því smátt og smátt í hóp laga sem eru svo vond að þau verða góð. En þessi ægilega tónsmíði verður hins vegar ekki á disknum sem sá sem útnefndi lagið mun hljóta í verðlaun. Nú er bara spurning hvað ég eigi næst að láta kjósa um?
Að lokum segi ég bara – SENDUM SILVÍU AFTUR Á NÆSTA ÁRI!
Ummæli