Litlir kassar á lækjarbakka...

Ég er farinn að hugsa í kössum. Eða boxum. Reyni að átta mig á því hvernig ég geti fengið útlitið á nýja blogginu mínu til þess að ganga upp. Held ég sé að verða einhverju nær. Eða ég vona það að minnsta kosti.

Ég er heldur ekki frá því að mér ætli að takast að komast í gegnum þennan árstíma án þess að verða fyrir of miklum skaða. Átti reyndar skemmtilegt samtal um af hverju þessi árstími er hættulegur einhleypu fólki. Sem endaði á því að ég var farinn að söngla lög úr Grease.

Reyndar hef ég aldrei verið nein sérstakur aðdáandi Grease. Fannst fyrsta Grease æðið ekkert æði. Hef leyft mér að missa alveg af öllum þeim sem komu í kjölfarið. Fannst þetta eiginlega bara vond bíómynd. Kannski af því ég átti eitthvað erfitt með að sjá sjálfan mig fyrir mér í aðalpersónunum. Fannst það bara ekkert rosalega merkilegt að vera í gallabuxum og leðurjakka. Áttaði mig ekki alveg á dæminu. Kannski var ég bara of ungur og vitlaus. Eða þetta var bara ekkert sérstaklega góð saga. Sem að ég held að sé einmitt málið. Hins vegar fannst mér miklu meira gaman að annarri mynd sem á að gerast á svipuðum tíma. American Graffiti. Sem fjallar ekki um veggjakrot. Það er fín mynd. Alveg þess virði að finna eintak á vídeóleigunni og eyða tíma yfir.

Ummæli

Blinda sagði…
Simmi, Grease var alveg barn síns tíma - kannski varst þú það bara ekki ;)

Annars er ég sammála því að þessi árstíð er þungbær okkur einhleypingunum. Það er eitthvað við það að náttúran heldur ávallt sínu eðli og striki en verður samt seint stjórnað. :-) En af hverju fór Grease í gang? Er að reyna að skilja tenginguna....
Nafnlaus sagði…
mér fannst Grís frekar leiðinleg mynd - fílaði Saturday night fever miklu betur

enda af diskókynslóðinni (aumingja ég, hvílíkur tónlistararfur)
Simmi sagði…
Grease tenginginn kom út af "summer lovin" - sem þú kannst mannst að er eitt af aðallögum myndarinnar...

Hvað diskóið varðar - þá er það reyndar ansi flottur tónlistararfur. Mun breiðari og dýpri en margur heldur. Öll nútíma danstónlist er með rætur í diskóinu og það hefur heldur betur verið nóg gerjun þar í gangi á undanförnum árum. Svo diskókynslóðin þarf ekki að skammast sín fyrir neitt:-)
Nafnlaus sagði…
æi samt...eitís tískan, herðapúðarnir, geldur diskótakturinn og blacklights...diskókúlur...kinnalitur, permanent

á ég að halda áfram?
Blinda sagði…
Já auðvitað - sjís - ég var bara föst i að það væri ennþá vor. Silly me. Fann ekkert sem innihélt þá skýrskotun...þ.e. í vorið ;)

og btw.diskó rúlar!!
Simmi sagði…
Já, eitís var nett vont. En diskóið var seventís - það geltist reyndar á endanum - en það skildi eftir sig fullt af fínum hlutum. Hafði mun meiri áhrif heldur en maður gæti haldið við fyrstu sýn. Og hver fílar ekki diskókúlur:-)

Vinsælar færslur