Júróveislan var skemmtileg
Mikið ofboðslega átti ég skemmtilega Júróvisjón veislu í gærkvöldi. Finnst reyndar eiginlega óþarfi að tjá mig mikið um keppnina (fullt af vondum lögum) eða niðurstöðuna. Nema að mér fannst ótrúlega fyndið að við skildum gefa Litháen 10 stig og Finnlandi 12. Greinilegt að Íslendingar sýndu á sér gleðilega hlið í gærkvöldi. Trú mín á húmor þjóðarinnar óx við þetta. En látum það duga af sönglagakeppninni sem slíkri. Eins og svo margir fleiri þá sat ég í góðra vinahópi og fylgdist með. Við borðuðum góðan mat, drukkum gott vín og hlógum að því sem fyrir augu bar. Þegar ljóst var hver hafði unnið, þá var flaska af Cava opnuð og skálað fyrir Finnlandi.
Þetta er raunar það sem gerir þessa keppni að svona góðri skemmtun. Þetta er nefnilega svo fínt tækifæri til þess að hittast. Engin skortur á skemmtilegu umræðuefni og yfirleit alltaf þannig að það eru ekki allir samhljóða í skoðunum sínum á skemmtiefninu. Svo meira að segja þó maður þekki ekki alla á staðnum í upphafi kvölds, þá er eiginlega bara alveg ómögulegt að maður hafi ekki kynnst betur við að leggja mat á lögin sem báru fyrir augu og eyru. Flott kvöld og ég er strax farinn að hlakka til veislunnar á næsta ári.
Þetta er raunar það sem gerir þessa keppni að svona góðri skemmtun. Þetta er nefnilega svo fínt tækifæri til þess að hittast. Engin skortur á skemmtilegu umræðuefni og yfirleit alltaf þannig að það eru ekki allir samhljóða í skoðunum sínum á skemmtiefninu. Svo meira að segja þó maður þekki ekki alla á staðnum í upphafi kvölds, þá er eiginlega bara alveg ómögulegt að maður hafi ekki kynnst betur við að leggja mat á lögin sem báru fyrir augu og eyru. Flott kvöld og ég er strax farinn að hlakka til veislunnar á næsta ári.
Ummæli