Ég er hetja

Því í gærkvöldi gekk ég upp á Esjuna í fyrsta skipti í ár. Finnst ég kannski aðeins minni hetja í dag. Það var dáldið erfitt að vakna í morgunn. Fann á fótunum að ég hafði verið á göngu. En þetta var rosalega skemmtilegt í gær. Fann samt alveg hvað mér fannst ég vera klikkaður. Það er alltaf svolítið undarlegt að byrja finnst mér. Sérstaklega af því að ég var bara einn á röltinu. Hafði reyndar tekið með mér mp3 spilarann svo ég var ekkert einn. Pete Tong kom reglulega og spjallaði við mig. Og takfastir tónar Essential Mix frá Nic Fanciulli héldu mér alveg við efnið á göngunni.

En ég fann samt að þetta var svona fyrsta alvöru gangan mín. Ég svitnaði eins og MF á leiðinni. Kannski var það hitinn. Kannski var það stuðið á mér. En ég svitnaði. Ég er nefnilega fljótur að hitna á göngunni. Fann líka að ég var að reyna að eitthvað sem hafði fengið nokkuð gott frí undanfarið. Gönguvöðvarnir voru ekki alveg vanir þessu álagi. Held ég þurfi að taka smá hjól í æfingastöðinni minni til þess að bæta þar úr. Ég varð líka svangur á leiðinni. Hafði ekki áttað mig á því að ég hafði ekki verið á þungu fæði yfir daginn. En súperfæðið sem ég tók með mér bjargaði málunum. Það er reyndar dálítið merkilegt með það súperfæði. Málið er að það heitir Snickers Marathon og er framleitt af Mars. Kannski þess vegna sem það var sett í sælgætisdeildina þegar það var til sölu hér heima. Ekki í heilsuvörudeildina þar sem það á svo sannarlega betur heima. Því þetta er ekki Snickers. Ekki sælgæti heldur. Heldur súperfæði. Með Quadratein próteini. Sem ég veit ekkert hvað er, en hljómar rosalega flott. En ég hef ekki séð þetta nýlega til sölu. Kannski af því að þetta var ekki sett á rétta staði í sölunni. Eða kannski af því að ég skoða ekki sælgætishlutan í nýlenduvöruversluninni minni. Hins vegar er þetta súperfæði með fullt af gæðastimplum og var t.d. valið besta 2005 af Backpacker Magazine.

Endilega velja síðan versta lagið. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er hér eldri grein með tenglum inn á eitthvað af sérlega áhugaverðum myndskeiðum með sumum af þeim sem keppa.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
jæja, mér er eiginlega létt að heyra að þú viðurkennir að þetta hafi tekið á (traustvekjandi)...finnst svo pirrandi þegar fólk talar um esjugöngu eins og hún sé skítlétt og hvaða barn og gamalmenni geti hlaupið þetta án þess að blása úr nös.

ég hef oft gengið á esjuna en dytti ekki í hug að segja við fólk að það væri "ekkert mál". þetta er alvöru ganga:)
Simmi sagði…
Já, mér fannst líka dáldið magnað að mæta hlaupurunum á leiðinni. Geggjað hvað sumt fólk er í góðri þjálfun - komu þarna hlaupandi móðir og másandi - en á hlaupum. Skilst að þetta sé fín æfing fyrir langhlaup.
Blinda sagði…
Vissirðu að gamli góði Snickers var fyrst framleiddur fyrir Marathon hlaupara? Jebb. Snickers var fyrsti energy barinn nebblega ;)

Ég þekki mann sem er skrítnasti hlaupari í heimi. Hann er með rosa mjóa handleggi og rosa mjóa fætur, en er alltaf eins og hann sé kominn 8 mánuði á leið. Hann hleypur öll langhlaup og æfir sig með því að hlaupa upp Esjuna einu sinni í viku yfir sumartímann. Weird.

Ég hefði haft gott af að fara í svona göngu, en ég grét svo mikið í gær að ég var hrædd um að ég myndi annaðhvort rata í ógöngur eða fæla fólk frá.
Nafnlaus sagði…
finnst flott ef fólki langar að labba upp á esjuna en ég skil það samt ekki alveg.... bara til þess að labba niður aftur?
Blinda sagði…
Simmi. Ég er með vírusvörn og alles núna, en þegar ég klikka á linkinn þinn til að skoða þessa síðu kemur eitthvað popup drasl!!
Simmi sagði…
Erna - já, það er einmitt plottið. Reyndar er gangan aldrei alveg eins, fjallið aldrei alveg eins og maður sjálfur misjafnlega vel stemmdur. En í hnotskurn þá ganga fjallgöngur einmitt út á það að fara upp og komast niður aftur:-)

Linda, það er ekkert í gangi hér á síðunni minni. Þú ert með eitthvað drasl inn á vélinni þinni grunar mig - því hér hjá mér er ekkert popup. Veit ekki hvað getur verið að stríða þér, það er mjög líklega eitthvað leiðinda spamdrasl sem liggur vandlega falið hjá þér. Eða hvað segið þið önnur sem hingað komið - eru þið að sjá pop-up glugga?
Nafnlaus sagði…
já síðan í gær hefur komið pop up drasl hjá mér-
Simmi sagði…
Nú er ég búinn að prófa (og láta prófa þetta) og það er ekkert pop-up í gangi. Þið eruð eitthvað óheppnar - en sökin er klárlega ekki bloggið mitt.
Nafnlaus sagði…
kemur ekki hjá mér neitt popp dót
Simmi sagði…
Baun þú ert greinilega í vinningsliðinu;-)
Nafnlaus sagði…
Simmi, eigum við Tindabykkjurnar að grípa þig með á göngum?
Simmi sagði…
Hugi - já, ekki spurning. Held ég hafi aldrei of mikið af góðum göngufélögum:-) Svo endilega látið vita ef það eru göngur framundan.

Vinsælar færslur