Einbýli
Nú hef ég búið í einbýli í u.þ.b. heilt ár. Ekki í einbýlishúsi. Heldur búið einn með sjálfum mér í íbúðinni minni. Finnst einbýli hafa á sér skemmtilegra yfirbragð heldur en einsetu maður. Hvað þá piparsveinn. En sem sagt ég hef ekki verið í sambúð í núna bráðum eitt ár. Ég veit að sumum finnst mjög erfitt að lifa við einbýli. Sumt fólk er bara einfaldlega þannig innréttað að því finnst mjög erfitt að búa í einbýli. Eða hreinlega kann það ekki. Hefur jafnvel aldrei upplifað það. Mér finnst það líka misjafnlega gott. Suma daga finnst mér það frábært. Gæti ekki hugsað mér annað. Aðra daga finnst mér það ekkert sérlega skemmtilegt. Svo ég ákvað í tilefni árshátíðar að draga saman kosti þess og galla. Svona eins og ég sé þá. Sem aðrir sjá kannski allt öðrum augum.
Matreiðsla.
Þetta er höfuðverkur fyrir einbýlinga. Mér finnst alls ekki leiðinlegt að elda. Hef komið mér upp leiðsögubókum um matargerð. Í nokkrum eintökum. En það er hins vegar bara ekkert rosalega spennandi að elda fyrir sjálfan sig. Ef maður eldar eitthvað rosalega gott og skemmtilegt. Þá er enginn nema maður sjálfur sem tekur eftir því. Svo eru leiðsöguritin oft og iðulega þannig úr garði gerð að leiðbeiningarnar miðast við 4. Eða jafnvel fleiri. Sem þýðir að matargerðin breytist í stærðfræðitíma. Sem væri svo sem allt í lagi. Ef leiðbeiningarnar yrðu ekki oft svo ferlega skrítnar þegar maður er búinn að koma þeim niður á einn. Grænmeti í smáum einingum, hálfir ávextir, 1/8 teskeið. Allt eru þetta vandamál í matreiðslu einbýlinga. Sem hefur það síðan í för með sér að það lendir oft og iðulega of mikið í ruslinu. Því hálf skorið grænmeti og hlutar úr ávöxtum geymast bara ekkert sérlega vel. Ég veit þó um lausn. Sem felst í því að eiga frystiskáp. Sem ég á auðvitað ekki. Ég á bara lítið og ómerkilegt frystihólf sem ég hef frestað of lengi að losa við klakkabrynjuna sem hefur sest þangað inn. Það er hálf fullt af kryddum og ávöxtum. Ávextirnir eru nefnilega hluti af töfrauppskrift einbýlinga. Sem felst í því að eiga blender og henda í hann þegar maður nennir ekki að elda. Því einbýlingar þurfa nefnilega ekki að elda ef þeir nenna því ekki.
Húsverkin
Ég skal fúslega viðurkenna að mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að standa með burstann við klósetið mitt. Eða renna yfir gólfið með ryksugana. Svo til þess að reyna halda í horfinu þá bjó ég til lista. Listar eru til margra hluta nytsamlegir eins og mér hefur verið kennt. En það vonda við listana og húsverkin, er að það vantar nokkuð upp á framkvæmdagleðina. Því það er ekki svo að ég hafi ekki góð markmið. Þau skortir ekki. Það sem hefur viljað gerast er að ég kem öllu í ljómandi fínt horf. Er hinn ánægðasti með heimili mitt. Allt sérlega fínt og strokið. Þetta hefur oftast hitt á helgar. Í kjölfarið hefur það viljað henda að ég hef sokkið mér ofan í eitthvað sem mér finnst óskaplega spennandi. Gleymi þá bæði stund og stað. Man þegar ég er að festa svefn að klukkutíminn sem átti að fara í húsverkin þann daginn hafði gleymst. Lofa mér því að vinna það upp daginn eftir. Svo líður vika. Þetta er ekki viljandi. Alveg hreint ekki. Ég hef þessi fínu markmið og góðan lista. En vantar stundum að láta ýta við mér. Minna mig á. Hef velt því fyrir mér að koma mér upp rafrænu áminngarkerfi. En bara ekki fundið góða lausn á því ennþá. Svo þetta getur verið höfuðverkur fyrir einbýlinga. Verst af öllu finnst mér þó sú staðreynd að ég á ekki uppþvottavél. Raunar er magnið minna í einbýli. En þetta er alveg jafn óskaplega leiðinlegt. Ég hef því sett mér það markmið að breyta eldhúsinu mínu þannig að þar verði uppþvottavél. Ég hef engan hitt sem finnst alveg rosalega skemmtilega að þvo diska, glös og hnífapör. Mér hefur heldur ekki tekist að koma mér upp aðferð til að gera þetta skemmtilegra. En ég læt þetta ekki staflast. Það er bara verra.
Innkaupaferðir
Hér koma reyndar kostir þess að vera einbýlingur í ljós. Því innkaupaferðir einbýlinga eru mun markvissari þeirra sem eru í sambúð. Ég finn þetta vel. Ég veit hvað ég þarf að kaupa inn. Finn það og kem mér út úr búðinni. Þetta finnst mér kostur. Því mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að kaupa inn helstu nauðsynjar og matvöru. Finnst það eiginlega bara leiðinlegt og gæti vel hugsað mér að eyða tíma mínum í annað. En önnur innkaup finnast mér erfiðari. Ég veit ekki hvort það er vantrú mín á eigin smekk. Ég hef í það minnsta mikla þörf til þess að hafa innkaupafélaga þegar ég fer í önnur innkaup. Svona einhver sem segir mér hvort þetta sem ég er að spá í sé fínt eða ekki. Sem það reyndar er oftast. Þetta er reyndar misjafnlega erfitt. Ég hef til dæmis aldrei getað keypt mér sólgleraugu hjálparlaust. Kannski það sé verðugt markmið. En stundum er gott að hafa innkaupafélaga. Þó mér skiljist nú reyndar að sambýlisfólkið séu ekki endilega bestu innkaupafélagarnir. Það er til dæmis alveg sannreynt að konur kaupa minna ef þær eru í för með sambýlismönnum sínum. Svo kannski þetta fari nokkuð eftir kynjum líka. Ég á eftir að koma frá mér meira um einbýlið en læt þetta duga í bili.
Muna svo eftir að taka þátt í valinu á versta laginu.
Matreiðsla.
Þetta er höfuðverkur fyrir einbýlinga. Mér finnst alls ekki leiðinlegt að elda. Hef komið mér upp leiðsögubókum um matargerð. Í nokkrum eintökum. En það er hins vegar bara ekkert rosalega spennandi að elda fyrir sjálfan sig. Ef maður eldar eitthvað rosalega gott og skemmtilegt. Þá er enginn nema maður sjálfur sem tekur eftir því. Svo eru leiðsöguritin oft og iðulega þannig úr garði gerð að leiðbeiningarnar miðast við 4. Eða jafnvel fleiri. Sem þýðir að matargerðin breytist í stærðfræðitíma. Sem væri svo sem allt í lagi. Ef leiðbeiningarnar yrðu ekki oft svo ferlega skrítnar þegar maður er búinn að koma þeim niður á einn. Grænmeti í smáum einingum, hálfir ávextir, 1/8 teskeið. Allt eru þetta vandamál í matreiðslu einbýlinga. Sem hefur það síðan í för með sér að það lendir oft og iðulega of mikið í ruslinu. Því hálf skorið grænmeti og hlutar úr ávöxtum geymast bara ekkert sérlega vel. Ég veit þó um lausn. Sem felst í því að eiga frystiskáp. Sem ég á auðvitað ekki. Ég á bara lítið og ómerkilegt frystihólf sem ég hef frestað of lengi að losa við klakkabrynjuna sem hefur sest þangað inn. Það er hálf fullt af kryddum og ávöxtum. Ávextirnir eru nefnilega hluti af töfrauppskrift einbýlinga. Sem felst í því að eiga blender og henda í hann þegar maður nennir ekki að elda. Því einbýlingar þurfa nefnilega ekki að elda ef þeir nenna því ekki.
Húsverkin
Ég skal fúslega viðurkenna að mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að standa með burstann við klósetið mitt. Eða renna yfir gólfið með ryksugana. Svo til þess að reyna halda í horfinu þá bjó ég til lista. Listar eru til margra hluta nytsamlegir eins og mér hefur verið kennt. En það vonda við listana og húsverkin, er að það vantar nokkuð upp á framkvæmdagleðina. Því það er ekki svo að ég hafi ekki góð markmið. Þau skortir ekki. Það sem hefur viljað gerast er að ég kem öllu í ljómandi fínt horf. Er hinn ánægðasti með heimili mitt. Allt sérlega fínt og strokið. Þetta hefur oftast hitt á helgar. Í kjölfarið hefur það viljað henda að ég hef sokkið mér ofan í eitthvað sem mér finnst óskaplega spennandi. Gleymi þá bæði stund og stað. Man þegar ég er að festa svefn að klukkutíminn sem átti að fara í húsverkin þann daginn hafði gleymst. Lofa mér því að vinna það upp daginn eftir. Svo líður vika. Þetta er ekki viljandi. Alveg hreint ekki. Ég hef þessi fínu markmið og góðan lista. En vantar stundum að láta ýta við mér. Minna mig á. Hef velt því fyrir mér að koma mér upp rafrænu áminngarkerfi. En bara ekki fundið góða lausn á því ennþá. Svo þetta getur verið höfuðverkur fyrir einbýlinga. Verst af öllu finnst mér þó sú staðreynd að ég á ekki uppþvottavél. Raunar er magnið minna í einbýli. En þetta er alveg jafn óskaplega leiðinlegt. Ég hef því sett mér það markmið að breyta eldhúsinu mínu þannig að þar verði uppþvottavél. Ég hef engan hitt sem finnst alveg rosalega skemmtilega að þvo diska, glös og hnífapör. Mér hefur heldur ekki tekist að koma mér upp aðferð til að gera þetta skemmtilegra. En ég læt þetta ekki staflast. Það er bara verra.
Innkaupaferðir
Hér koma reyndar kostir þess að vera einbýlingur í ljós. Því innkaupaferðir einbýlinga eru mun markvissari þeirra sem eru í sambúð. Ég finn þetta vel. Ég veit hvað ég þarf að kaupa inn. Finn það og kem mér út úr búðinni. Þetta finnst mér kostur. Því mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að kaupa inn helstu nauðsynjar og matvöru. Finnst það eiginlega bara leiðinlegt og gæti vel hugsað mér að eyða tíma mínum í annað. En önnur innkaup finnast mér erfiðari. Ég veit ekki hvort það er vantrú mín á eigin smekk. Ég hef í það minnsta mikla þörf til þess að hafa innkaupafélaga þegar ég fer í önnur innkaup. Svona einhver sem segir mér hvort þetta sem ég er að spá í sé fínt eða ekki. Sem það reyndar er oftast. Þetta er reyndar misjafnlega erfitt. Ég hef til dæmis aldrei getað keypt mér sólgleraugu hjálparlaust. Kannski það sé verðugt markmið. En stundum er gott að hafa innkaupafélaga. Þó mér skiljist nú reyndar að sambýlisfólkið séu ekki endilega bestu innkaupafélagarnir. Það er til dæmis alveg sannreynt að konur kaupa minna ef þær eru í för með sambýlismönnum sínum. Svo kannski þetta fari nokkuð eftir kynjum líka. Ég á eftir að koma frá mér meira um einbýlið en læt þetta duga í bili.
Muna svo eftir að taka þátt í valinu á versta laginu.
Ummæli
1.fjarstýringin segir sig sjálft,þú ræður yfir henni,
2.þú lagar til og gengur frá þegar þú vilt eða nennir engin til að nöldra í að gera þetta eða þú að nöldra