Ef þú smælar framan í heiminn
Ég hef fullt af ástæðum til þess að vera ánægður í dag. Fyrir það fyrsta þá ákvað ég að prófa að vinna heima hjá mér í dag. Það hefur lengi verið draumur minn að geta unnið meira heima hjá mér. Ég sé ekki endilega sérstakan tilgang með því að sitja við skrifborðið mitt á vinnustaðnum. Ekki svona 5 daga vikunnar. Með nútíma samskiptatækni (yndislegt orð) þá get ég setið hvar sem er og unnið vinnuna mína. Ég myndi samt ekki vilja vera alltaf heima. Mér finnst nefnilega alltof skemmtilegt að hitta annað fólk. Það er nefnilega líka hluti af því að vinna. Hitta annað fólk og vinna að verkefnum í hópum. Finnst mér. Kannski er það afleiðing af því hvernig mitt starf er vaxið. En ég sé ekki alveg hvernig ég gæti unnið það einn.
Í öðru lagi þá var mér alveg óvænt boðið í vöffluveislu í gær. Fékk bara skilaboð um hádegisbilið í gær að ég væri boðinn í vöfflur. Sem reyndust hið mesta góðgæti. Vöfflur með sýrópi, jarðarberjum, súkkulaði spænum og rjóma. Með þessu var boðið upp á heit súkkulaði með rjóma. Þetta var ferlega gott. Félagsskapurinn líka skemmtilegur. Það er eiginlega fátt skemmtilegra en svona óvænt boð. Kannski ég eigi eftir að fá fleiri vöffluboð. Í það minnsta þarf ég að svara vöffluboðinu með einhverjum hætti.
Í þriðja lagi þá er komið nýtt áklæði á sófann minn. Það sem ég fékk með sófanum var nefnilega gallað. Ég var þess vegna ekki alveg nógu glaður með að fá nýjan sófa á sínum tíma. Saknaði þess gamla. En nú hef ég tekið gleði mína að nýju. Er farinn að sækja áklæðið.
Í öðru lagi þá var mér alveg óvænt boðið í vöffluveislu í gær. Fékk bara skilaboð um hádegisbilið í gær að ég væri boðinn í vöfflur. Sem reyndust hið mesta góðgæti. Vöfflur með sýrópi, jarðarberjum, súkkulaði spænum og rjóma. Með þessu var boðið upp á heit súkkulaði með rjóma. Þetta var ferlega gott. Félagsskapurinn líka skemmtilegur. Það er eiginlega fátt skemmtilegra en svona óvænt boð. Kannski ég eigi eftir að fá fleiri vöffluboð. Í það minnsta þarf ég að svara vöffluboðinu með einhverjum hætti.
Í þriðja lagi þá er komið nýtt áklæði á sófann minn. Það sem ég fékk með sófanum var nefnilega gallað. Ég var þess vegna ekki alveg nógu glaður með að fá nýjan sófa á sínum tíma. Saknaði þess gamla. En nú hef ég tekið gleði mína að nýju. Er farinn að sækja áklæðið.
Ummæli
Keep on smiling.