Síðbúinn bíópóstur
En og aftur er ég hættur að geta skrifað heima. Eftir að ég uppfærði í beta af nýja Google blogger. Þá er ég hættur að geta notað einu aðferðina sem virkar. Svo þetta eru nætursaltaðar fréttir. Gat heldur ekki óskað Önnu til hamingju með daginn í gær. Ekki hér í það minnsta.
Ég fór í bíó í kvöld (sem sagt í gærkvöldi miðað við útgáfudagsetninguna hér). Sem er ekki í frásögur færandi. Nema að ég varð ekki fyrir vonbrigðum með myndina sem ég sá í kvöld. Það hefur viljað loða við þær myndir sem ég hef verið að sjá í sumar. Að það hefur verið eitthvað vont við þær. Varð til dæmis fyrir vonbrigðum með Miami Vice. Pirates stóð heldur ekki undir væntingum. Þetta voru allt í lagi myndir. En ekkert meira en það. Fannst varla ástæða til þess að minnast á að ég hefði séð þær. En þessi sem ég sá í kvöld var fín. Takk fyrir að reykja eða Thank You For Smoking.
Þetta var góð skemmtun. Stemmningunni var haldið til enda. Ekkert gefið eftir. Sem mér finnst alltof oft galli á annars ágætum myndum. Þær halda ekki úti plottinu til enda. En í þessari var ekkert slegið af. Þarna var sem sagt haldið fram skoðunum sem við erum flest ekki sammála. Þetta var þess vegna meinfyndin mynd. En eins og margar góðar myndir. Þá risti hún aðeins dýpra. Hún fékk mig nefnilega til þess að hugsa.
Eins og ég minntist á hér þá er verið að hræða okkur upp úr skónum. Hryðjuverkamenn er út um allt. Við erum beðin um að fórna einhverju í stríði gegn þessari ógn. Sem minnir mig sífellt meira á 1984. Reyndar er Orwell að vara við ástandinu í einræðisríki. En það er bara ekkert sérlega flókið að sjá fyrir sér Stóra Bróður verja okkur fyrir óvininum. Sem er ósýnilegur. En virðist samt vera allt umleikandi. Sífellt tilbúinn til þess ráðast að okkur. Þetta er held ég bull. Það er einfaldlega verið að hræða okkur. Ég er heldur ekkert einn um þessa skoðun. Lesið bara þessa áhugaverðu grein í Foreign Affairs – Is There Still a Terrorist Threat? Sem fjallar í hnotskurn um.
“Despite all the ominous warnings of wily terrorists and imminent attacks, there has been neither a successful strike nor a close call in the United States since 9/11. The reasonable -- but rarely heard -- explanation is that there are no terrorists within the United States, and few have the means or the inclination to strike from abroad.”
Við hér erum að leggja til að stofnuð verði leyniþjónusta og greiningardeild. Ekki vegna þess að Íslendingar séu að lenda í hryðjuverkum. Nei, ég dreg það stórlega í efa að heimurinn sé eitthvað mikið hættulegri í dag, en einhvern tíma á meðan á kalda stríðinu stóð. En þetta er þægilegt fyrir stjórnmálamenn. Hver er tilbúinn til þess að standa upp og verja hryðjuverkamenn?
Ég átti um þetta áhugaverðar umræður um daginn. Málið er nefnilega að það myndi vera einfalt og ódýrt að setja tæki í hvern einasta bíl. Tæki sem myndi mæla hraða og staðsetningu þína með 3 metra nákvæmni. Sem hægt væri að lesa af með einföldum hætti. Raunar margir sem keyra með svona í bílnum sínum nú þegar. Væri það ekki afskaplega skynsamlegt að veita lögreglunni aðgang að svona upplýsingum. Hún gæti þá sektað ef við keyrðum of hratt. Fylgst með ferðum okkar. Vondir hryðjuverkamenn, eiturlyfjasalar, ofbeldismenn og annað vont fólk væri það eina sem hefði eitthvað að óttast. Við hin sem aldrei brjótum neitt af okkur, við hefðum ekkert að óttast. Bara í ár hafa 19 látist í umferðarslysum. Sem svona tæki gæti hugsanlega hafa komið í veg fyrir. Það eru 19 fleiri en hafa látist úr hryðjuverkum á árinu. Varla er þetta of stór fórn? Hverju erum við í raun tilbúin að fórna til þess að búa við öryggi? Teljum við það yfirleit víst að frelsis fórnin færi okkur meira öryggi? Mér finnst þetta umhugsunarvert. Eins og oft áður þá minni ég á orð Louis Brandeis "Experience should teach us to be most on our guard to protect liberty when the government's purposes are beneficient...The greatest dangers to liberty lurk in insidious encroachment by men of zeal, well meaning but without understanding."
Ég fór í bíó í kvöld (sem sagt í gærkvöldi miðað við útgáfudagsetninguna hér). Sem er ekki í frásögur færandi. Nema að ég varð ekki fyrir vonbrigðum með myndina sem ég sá í kvöld. Það hefur viljað loða við þær myndir sem ég hef verið að sjá í sumar. Að það hefur verið eitthvað vont við þær. Varð til dæmis fyrir vonbrigðum með Miami Vice. Pirates stóð heldur ekki undir væntingum. Þetta voru allt í lagi myndir. En ekkert meira en það. Fannst varla ástæða til þess að minnast á að ég hefði séð þær. En þessi sem ég sá í kvöld var fín. Takk fyrir að reykja eða Thank You For Smoking.
Þetta var góð skemmtun. Stemmningunni var haldið til enda. Ekkert gefið eftir. Sem mér finnst alltof oft galli á annars ágætum myndum. Þær halda ekki úti plottinu til enda. En í þessari var ekkert slegið af. Þarna var sem sagt haldið fram skoðunum sem við erum flest ekki sammála. Þetta var þess vegna meinfyndin mynd. En eins og margar góðar myndir. Þá risti hún aðeins dýpra. Hún fékk mig nefnilega til þess að hugsa.
Eins og ég minntist á hér þá er verið að hræða okkur upp úr skónum. Hryðjuverkamenn er út um allt. Við erum beðin um að fórna einhverju í stríði gegn þessari ógn. Sem minnir mig sífellt meira á 1984. Reyndar er Orwell að vara við ástandinu í einræðisríki. En það er bara ekkert sérlega flókið að sjá fyrir sér Stóra Bróður verja okkur fyrir óvininum. Sem er ósýnilegur. En virðist samt vera allt umleikandi. Sífellt tilbúinn til þess ráðast að okkur. Þetta er held ég bull. Það er einfaldlega verið að hræða okkur. Ég er heldur ekkert einn um þessa skoðun. Lesið bara þessa áhugaverðu grein í Foreign Affairs – Is There Still a Terrorist Threat? Sem fjallar í hnotskurn um.
“Despite all the ominous warnings of wily terrorists and imminent attacks, there has been neither a successful strike nor a close call in the United States since 9/11. The reasonable -- but rarely heard -- explanation is that there are no terrorists within the United States, and few have the means or the inclination to strike from abroad.”
Við hér erum að leggja til að stofnuð verði leyniþjónusta og greiningardeild. Ekki vegna þess að Íslendingar séu að lenda í hryðjuverkum. Nei, ég dreg það stórlega í efa að heimurinn sé eitthvað mikið hættulegri í dag, en einhvern tíma á meðan á kalda stríðinu stóð. En þetta er þægilegt fyrir stjórnmálamenn. Hver er tilbúinn til þess að standa upp og verja hryðjuverkamenn?
Ég átti um þetta áhugaverðar umræður um daginn. Málið er nefnilega að það myndi vera einfalt og ódýrt að setja tæki í hvern einasta bíl. Tæki sem myndi mæla hraða og staðsetningu þína með 3 metra nákvæmni. Sem hægt væri að lesa af með einföldum hætti. Raunar margir sem keyra með svona í bílnum sínum nú þegar. Væri það ekki afskaplega skynsamlegt að veita lögreglunni aðgang að svona upplýsingum. Hún gæti þá sektað ef við keyrðum of hratt. Fylgst með ferðum okkar. Vondir hryðjuverkamenn, eiturlyfjasalar, ofbeldismenn og annað vont fólk væri það eina sem hefði eitthvað að óttast. Við hin sem aldrei brjótum neitt af okkur, við hefðum ekkert að óttast. Bara í ár hafa 19 látist í umferðarslysum. Sem svona tæki gæti hugsanlega hafa komið í veg fyrir. Það eru 19 fleiri en hafa látist úr hryðjuverkum á árinu. Varla er þetta of stór fórn? Hverju erum við í raun tilbúin að fórna til þess að búa við öryggi? Teljum við það yfirleit víst að frelsis fórnin færi okkur meira öryggi? Mér finnst þetta umhugsunarvert. Eins og oft áður þá minni ég á orð Louis Brandeis "Experience should teach us to be most on our guard to protect liberty when the government's purposes are beneficient...The greatest dangers to liberty lurk in insidious encroachment by men of zeal, well meaning but without understanding."
Ummæli