Í ævintýralandi
Ég var í einhverju draumalandi þegar ég fór til vinnu í morgunn. Hafði ekki tekist að vakna fyrir hefðbundna hreyfingu. Þjálfarinn minn hafði tekið sér frí. Ég mun bæta úr því þegar líður á daginn. En ég fór inn í eitthvað draumaland í morgunn. Það var svona væta yfir öllu. Dögg á grasinu. Dropar á bílnum mínum. Hálfgerð þoka í loftinu. Loftið var samt það heit að það var mjúkt. Svona eins og loftið verður þegar það er rakt og heit. Þá umlykur það mann svolítið eins og mjúkt flauel eða silki. Þannig að þó allt væri frekar grátt, þá var þetta á sama tíma eitthvað svo skemmtilega draumkennt. Svolítið ævintýraland. Ég átti alveg eins von á því að ég væri lentur í hvergilandi og það væri lítil stelpa að elta kanínu niður holu í garðinum.
Ummæli