School Days

Skólarnir eru aftur að byrja. Þó ég eigi hvorki börn í skóla, né sé að hefja nám þá kem ég aðeins nálægt því að kenna. Svo ég tek eftir því þegar þetta gerist. Fór í morgunn og var að kynna það sem ég ætlaði að gera með nemunum. Sem er ekki nema hluti af því sem þau fara yfir. Kennsla er það krefjandi að ég er ekki viss um að ég myndi halda út 13 vikur. Ekki meðfram núverandi starfi.

Sem ég stóð fyrir framan hópinn þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig það er að sitja fyrir framan töflu. Vonast til þess að kennslan drepi mann ekki úr leiðindum. Eitt af því sem ég hef tekið eftir í kennslunni. Er hversu feimin við erum. Við spyrjum helst ekki spurninga svona fyrir framan allan hópinn. Komum frekar eftir fyrirlestur og spyrjum. Sem er slæmt. En þó betra en að spyrja ekki. Því ég er alveg sammála þeim sem fyrst sagði að: "There are no stupid questions. It's better to look like a fool for 7 seconds, than to be ignorant for the rest of your life" Margt til í þessu. Það sem er verra við það spyrja ekki yfir hópinn. Er að spurningarnar verða oft kveikjan að öðrum spurningum. Einhver spyr um eitthvað sem þér hafði ekki dottið í hug. Þar með fæðist spurning hjá þér. En ég held að því miður séum við allt of feimin við að spyrja. Kannski verst einmitt í náminu. Þá finnst okkur bara óþægilegt að koma fram. Skortir kannski ofurlítið sjálfstraust til þess að henda fram spurningu fyrir framan hóp. Finnst eins og við eigum kannski að vita eitthvað.

Þetta eltir okkur svo út í lífið. Í stað þess að spyrja. Þá þegjum við. Í stað þess að efast. Þá tökum við því bara eins og það er að okkur rétt. Þess vegna er okkur öllum holt að halda áfram að læra. Allt lífið. Hvað ætlar þú að læra í vetur?

Ummæli

Valtyr sagði…
Jú ég kannast við þetta. Maður þorði aldrei að spyrja neitt þegar maður var í námi. En þar sem ég er setjast á skólabekk aftur í haust þá er ég staðráðinn er vera týpan sem situr fremst og spyr mest.
Nafnlaus sagði…
þekki þetta, þorði aldrei að spyrja í denn. væri miklu óhræddari við það núna, er orðin svo bold and beautiful í seinni tíð (lean green...and mean?).

hvað ertu að fara að kenna annars?
Barbie Clinton sagði…
Jæja. Líkur sækir líkan heim.
Blinda sagði…
Mitt vandamál var að ég spurði ávallt mikið og þótti of kjaftaglöð og gleið yfir höfuð. Hef oftsinnis verið kölluð "The Devils Advocate" af kennurum.

Í dag kallast þetta að vera "pain in the ass" og mér er sagt að það séu engin svör og ég eigi að hætta að spyrja.

Veit ekki hvort er betra.

En að kenna er dyggð og ef þú gerir það vel er það eitt það dýrmætasta sem þú afrekar um ævina.
Simmi sagði…
Vá, ég held að þetta sér bara met. Man ekki eftir því að hafa séð svona mörg svör áður:-) Frábært.

Hey Valtýr, ég vissi ekki að þú værir á leið til Edinborgar. En gott að vita af því. Ég hef þá orðið enn fleiri ástæður til þess að heimsækja Skotland, sem ég á alveg eftir. Þú lætur vita þegar þú verður komin á staðinn.

Baun - nei, nei, alls ekki lean, green and mean...til að forðast miskilning hefur þessu verið breytt;-) Ég er svo að reyna að fræða um netmál/netviðskipti. Eitthvað sem ég hef aðeins komið nálægt.

Barbie - já, mikið til í því - en skemmtilegast þegar ólíkir sækja saman:-)

Linda - Já, það er reyndar gaman að kenna svo ég hlýt að vera að byggja upp voða fínt karma einhverstaðar.
Nafnlaus sagði…
noh! það er bara latínan á mína...

(þýðir þetta ertuætt?)

Vinsælar færslur