Áhrifavaldar undirbúnir

Ég lét mér detta það í hug að það væri áhugavert að skrifa um áhrifavalda. Mér finnst það ennþá skemmtileg hugmynd. En ég finn hjá mér þörf til þess að undirbúa þetta aðeins betur. Því þetta verða ekki endilega línur um mestu áhrifavaldana í mínu lífi. Heldur allt eins þá sem hafa haft takmörkuð áhrif. En samt ýtt við mér með einhverjum hætti. Ég sá nefnilega fram á að ef ég skrifaði um stærstu áhrifavaldana. Þá myndi ég auðvitað þurfa að byrja á foreldrunum. Sem ég er ekkert endilega viss um að ég eigi að gera. Því þau eru ekki opinberar persónur. Eiga það þess vegna ekkert skilið að ég sé að blaðra um þau. En kannski það komi nú samt einhverjar sögur.

Svo hafa líka verið hlutir sem hafa haft áhrif. En áhrifin hafa bara verið neikvæð. Ég er ekkert viss um að ég nenni að skrifa mikið um þau. Því mér finnst sniðugt fyrsta geðorðið. En þau eru 10 föst á ísskápnum mínum. Að ég eigi að hugsa jákvætt því að það sé léttara. Ég hefði til dæmis geta eytt nokkrum línum í að bölsóttast yfir því hvað Miami Vice stóðst ekki væntingar hjá mér. Var bara alveg sammála gagnrýnandi Morgunblaðsins sem fannst hann ekki vera alveg viss um hvað þessir tveir og hálfur tími hefði eiginlega farið í. En mér finnst ekki ástæða til þess. Þess í stað langar mig til einbeita mér að hinu jákvæða. Því sem mér hefur fundist jákvætt. Einhverja hluta vegna verið jákvætt. Samt eru líka neikvæðir hlutir sem munu fá að fljóta með. Því þeir eru þess eðlis að mér finnst rétt að nefna þá.

Svo þetta verður persónulegt. En ekki endanlegt. Svo ef þér finnst að ég hafi gleymt einhverju. Eða geri of mikið úr einhverju. Eða jafnvel sé að gera allt of mikið úr einhverju. Þá er það bara allt í fína. Því þetta verður handahófskennt. Mest gert fyrir sjálfan mig. Þú veist þá í það minnsta við hverju er að búast. Svo þarf ég líka að byrja hugsa fyrir búning á grímuball. Best að hafa tímann fyrir sér.

Ummæli

Vinsælar færslur