Skyndilega var ég á ísafirði
Ég myndi ekki alveg kalla það skyndiákvörðun að hafa farið til Ísafjarðar í dag. Það var samt ekki undirbúið. Ekki að öðru leiti en því að ég hafði ákveðið það með sjálfum mér. Ef veðurspá væri góð þá myndi ég taka dagsferð til Ísafjarðar. Eyða deginum í göngur upp í fjöll í nágrenni Ísafjarðar. Ef ég væri í stuði og veðrið væri gott myndi ég jafnvel eyða kvöldinu á Ísafirði. Njóta góðra veitinga og gista. Svona ef ég gæti ekki hugsað mér að yfirgefa Skjálfandafjörðinn. Hugmyndin hafði kviknað í kjölfarið á Hornstrandarævintýrinu. Því ég bý svo vel að njóta góðra kjara í samgöngum við Ísafjörð. Svo þetta var sett á hugmyndalistann fyrir sumarið.
Dagurinn í dag virtist tilvalinn. Veðurspá var góð. Ég setti því saman í farangurinn nægan búnað til að komast á fjöll. Til að geta gist. Gerði ráðstafanir til þess að komast til og frá Ísafirði. Útvegaði mér farartæki á Ísafirði. Sofnaði rétt um miðnætti. Vaknaði allt of snemma í morgunn. Tókst samt að komast fram úr. Náði út á flugvöll á góðum tíma. Þar sem kom í ljós að það var seinkunn á flugi til Ísafjarðar. Ef ég hefði verið að fljúga um hávetur þá hefði ég haft áhyggjur. Af því að það væri ófært vegna ís eða snjókomu. En í þetta skipti áttaði ég mig á því að væntanlega væri þoka á Ísafirði. Sem er frekar óheppilegt veður fyrir þá sem ætla að njóta fjallasýnar.
Hálftíma eftir áætlaða brottför fór þó vélin frá Reykjavík. Sem væntanlega þýddi að það væri að létta til á áfangastaðnum. Tók eftir því á meðan ég beið að það var hópur frá Ferðafélaginu á leiðinni á Ísafjörð. Giskað réttilega á að hópurinn væri á leið á Hornstrandir. Vikuferð. Kitlaði virkilega að komast aftur á Hornstrandir. Veit samt ekki hvort veðrið verður jafn gott næstu daga og þegar ég var þar á ferð. Vona það vegna þessa hóps. En ég komst hins vegar að því þegar við lentum á Ísafjarðarflugvelli að það var skýjað.
Ég lét það samt ekki sitja mig út af laginu. Ég var kominn þetta langt og skortur á fjallasýn myndi ekki aftra mér. Ég kom inn í Engjadal og að Fossavirkjun. Tók stefnuna þaðan á Fossvatn. Þetta falleg ganga. Ég vildi ekki þurfa að byrja á því að vaða og tók því stefnuna upp með línum sem þarna liggja frá virkjuninni. Fann mér bláber í hlíðinni og vissi þar með þetta hefði verið góð hugmynd. Komst upp á veg og fljótlega var ég líka kominn í skýjahulu. Skyggnið var bókstaflega 10 metrar. Svo áætlun mín um að taka þarna hring sem væri utan vega, var snarlega sett í salt. En upp að Fossvatni komst ég. Settist niður og fékk mér eitthvað að borða. Slakaði á og sá varla nema rétt nokkra metra frá mér. En það var samt eitthvað svo ótrúlega friðsælt og notalegt þarna. Svo ég sat áfram. Allt í einu og eins og hendi væri veifað birti yfir. Ég sá fjöllin í kring yfir vatnið. Í svona eina og hálfa mínútu. Svo lagðist þokan yfir aftur. Ég varla náði mynd. Svona hálfgildings mynd kannski. Svo beið ég auðvitað eftir að þetta gerðist aftur. En sú bið bar lítinn árangur. Svo ég hélt af stað niður aftur. Auðvitað birti til næstum því á meðan ég gekk niður. En þetta var samt svo hverjar mínútu virði. Því ef ég hefði ekki haft bæði GPS og veg til þess að fylgja. Hefði það eflaust ekki tekið mig nema nokkrar mínútur að villast.
Eftir einfaldan hádegisverð var og létt rölt um snjóvarnargarða var stefnan sett á Gleiðarhjalla. Sem samkvæmt lýsingu á víst ekki að vera eins brött leið og hún lítur út fyrir að vera. Fær fullfrísku fólki. En ég minntist ferðamannsins sem festist þarna í liðinni viku. Ákvað að ég væri ekki í hópi þessara fullfrísku. Fannst þetta bara alveg bratt. Lét mér duga að ganga þar til gróðri sleppti. Notaði það sem eftir lifði dagsins til þess að heilsa upp á fólkið sem ég þekki á Ísafirði. Fékk jafn góðar viðtökur og ævinlega. Rakst á fólk sem við höfðum hitt á Hornstrandargöngunni. Kom við í besta bakarí landsins. Er ekki frá því að mér líði betur á Ísafirði en á flestum öðrum stöðum. Það er eitthvað svo notalegt við þennan stað. Fáir fallegri í góðu veðri. Velti því fyrir mér hvernig mér finnist að vera þar um hávetur í misjöfnu veðri. Það væri þess virði að prófa. En góður var þessi dagur.
Dagurinn í dag virtist tilvalinn. Veðurspá var góð. Ég setti því saman í farangurinn nægan búnað til að komast á fjöll. Til að geta gist. Gerði ráðstafanir til þess að komast til og frá Ísafirði. Útvegaði mér farartæki á Ísafirði. Sofnaði rétt um miðnætti. Vaknaði allt of snemma í morgunn. Tókst samt að komast fram úr. Náði út á flugvöll á góðum tíma. Þar sem kom í ljós að það var seinkunn á flugi til Ísafjarðar. Ef ég hefði verið að fljúga um hávetur þá hefði ég haft áhyggjur. Af því að það væri ófært vegna ís eða snjókomu. En í þetta skipti áttaði ég mig á því að væntanlega væri þoka á Ísafirði. Sem er frekar óheppilegt veður fyrir þá sem ætla að njóta fjallasýnar.
Hálftíma eftir áætlaða brottför fór þó vélin frá Reykjavík. Sem væntanlega þýddi að það væri að létta til á áfangastaðnum. Tók eftir því á meðan ég beið að það var hópur frá Ferðafélaginu á leiðinni á Ísafjörð. Giskað réttilega á að hópurinn væri á leið á Hornstrandir. Vikuferð. Kitlaði virkilega að komast aftur á Hornstrandir. Veit samt ekki hvort veðrið verður jafn gott næstu daga og þegar ég var þar á ferð. Vona það vegna þessa hóps. En ég komst hins vegar að því þegar við lentum á Ísafjarðarflugvelli að það var skýjað.
Ég lét það samt ekki sitja mig út af laginu. Ég var kominn þetta langt og skortur á fjallasýn myndi ekki aftra mér. Ég kom inn í Engjadal og að Fossavirkjun. Tók stefnuna þaðan á Fossvatn. Þetta falleg ganga. Ég vildi ekki þurfa að byrja á því að vaða og tók því stefnuna upp með línum sem þarna liggja frá virkjuninni. Fann mér bláber í hlíðinni og vissi þar með þetta hefði verið góð hugmynd. Komst upp á veg og fljótlega var ég líka kominn í skýjahulu. Skyggnið var bókstaflega 10 metrar. Svo áætlun mín um að taka þarna hring sem væri utan vega, var snarlega sett í salt. En upp að Fossvatni komst ég. Settist niður og fékk mér eitthvað að borða. Slakaði á og sá varla nema rétt nokkra metra frá mér. En það var samt eitthvað svo ótrúlega friðsælt og notalegt þarna. Svo ég sat áfram. Allt í einu og eins og hendi væri veifað birti yfir. Ég sá fjöllin í kring yfir vatnið. Í svona eina og hálfa mínútu. Svo lagðist þokan yfir aftur. Ég varla náði mynd. Svona hálfgildings mynd kannski. Svo beið ég auðvitað eftir að þetta gerðist aftur. En sú bið bar lítinn árangur. Svo ég hélt af stað niður aftur. Auðvitað birti til næstum því á meðan ég gekk niður. En þetta var samt svo hverjar mínútu virði. Því ef ég hefði ekki haft bæði GPS og veg til þess að fylgja. Hefði það eflaust ekki tekið mig nema nokkrar mínútur að villast.
Eftir einfaldan hádegisverð var og létt rölt um snjóvarnargarða var stefnan sett á Gleiðarhjalla. Sem samkvæmt lýsingu á víst ekki að vera eins brött leið og hún lítur út fyrir að vera. Fær fullfrísku fólki. En ég minntist ferðamannsins sem festist þarna í liðinni viku. Ákvað að ég væri ekki í hópi þessara fullfrísku. Fannst þetta bara alveg bratt. Lét mér duga að ganga þar til gróðri sleppti. Notaði það sem eftir lifði dagsins til þess að heilsa upp á fólkið sem ég þekki á Ísafirði. Fékk jafn góðar viðtökur og ævinlega. Rakst á fólk sem við höfðum hitt á Hornstrandargöngunni. Kom við í besta bakarí landsins. Er ekki frá því að mér líði betur á Ísafirði en á flestum öðrum stöðum. Það er eitthvað svo notalegt við þennan stað. Fáir fallegri í góðu veðri. Velti því fyrir mér hvernig mér finnist að vera þar um hávetur í misjöfnu veðri. Það væri þess virði að prófa. En góður var þessi dagur.
Ummæli