Ég lifði af Reykjavíkur Maraþon

Ef ég hefði verið spurður fyrir 10 árum síðan hvort það væri líklegt að ég myndi einhvern tíma taka þátt í Reykjavíkur maraþoni, þá hefði svarið verið mjög ákveðið nei. Ég hefði raunar álitið spyrjandann skrítinn. Allra síst hefði mér fundist líklegt að ég myndi nokkurn tíma taka þátt í svona hlaupi. Fannst eiginlega fólkið sem væri að rífa sig upp. Það meira að segja á laugardagsmorgni. Til þess að taka þátt í svona hlaupi hálf skrítið. Svona bara gerði maður ekki.

Svo ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart þegar ég ákvað að taka þátt. Það einfaldaði málið að ég var að hlaupa fyrir gott málefni og þurfti heldur ekki að greiða fyrir þátttökuna. Það hjálpaði til. En ég ákvað sem sagt að prófa þetta. Valdi mér þó ekkert of langt hlaup. Enda ákvörðunin tekin á síðustu stundu. Fannst ég eiginlega bara nógu bjartsýn að ætla að hlaupa yfirleit. Raunar var ég ekki skipulagðari í þessu en svo að ég mætti klukkutíma of snemma. Var kominn í Lækjargötuna fyrir kl 10 og var því viðstaddur þegar hálf maraþon var ræst út.

Ég hafði líka verið undrandi á því hversu svakalega alvarlega fólkið í mínum flokki virtist vera að taka þetta. Sýndist á öllu að ég myndi vera nokkuð fyrir neðan meðallag. Sem reyndist svo ekki vera raunin. Því það var kannski bara ágætt að ég var klukkutíma of snemma á ferðinni. Ég fór í 10-11 og fékk mér góðan kaffi. Náði meira að segja að fjárfesta í rafhlöðum fyrir mp3 spilarann minn. Sem var kominn á síðasta. Langaði ekki að hlaupa með hann á hendinni og ekkert í gangi. Ég var líka með GPS tækið mitt. Þetta var nefnilega allt út hugsað. Svona aðalatriðin í það minnsta.

Málið er nefnilega að það er miklu auðveldara að hlaupa og hreyfa sig með tónlist í eyrunum. Eitthvað svona takfast sem keyrir mann áfram. Í dag hljóp ég til dæmis með John Digweed. Hef áður farið með honum upp á Esju. Það er mjög fínt og ekki of mikil keyrsla svo ég klára mig ekki um leið. GPS tækið er auðvitað bara snilld. Eftir að vera kominn með allt á hreinu hvernig það virkar, þá er það fínn félagi í svona. Ég gat fylgst með hversu langt ég var búinn að hlaupa, meðalhraðanum, hámarkshraðanum og svo hversu lengi ég hafði hlaupið.

Það var svo múgur og margmenni sem byrjaði um leið og ég. Fólk á öllum aldri og sumir ekki einu sinni komnir úr kerrunni. Það var þá einhver eldri sem kom viðkomandi áfram. Svo þetta fór mjög rólega af stað. Eiginlega bara á gönguhraða. Sem mér fannst bara fínt. Svo smátt og smátt náði maður að komast af stað. Byrja að skokka og svo hlaupa. Ekkert spretthlaup, enda var hugmyndin að komast þetta án þess að drepa sig alveg. Ég fór hálfa leið á þeim tíma sem ég ætlaði mér. Var ennþá fljótari en ég bjóst við með síðari helminginn. Þegar ég komst í Lækjargötuna aftur þá fann ég að ég átti bara slatta eftir. Hefði líklega getað lagt fleiri kílómetra að baki. En get í hreinskilni sagt að þetta hafi ekki verið mikið mál. Markmiðið hafði verið að komast þessa 3 km á undir 30 mín. Það tókst. Var ekki nema rétt um 20 mín að klára þetta (með 2 stoppum til að laga skóna) og er bara hinn ánægðasti með það. Stefni á 10 km á næsta ári. Bara ekki segja að ég hafi lofað.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
til lukku:)
Nafnlaus sagði…
ég man nú meira að segja eftir því(óljóst að vísu)hvað þú sagðir um þá sem voru að hafa sig til fyrir fyrsta reykjavíkur maraþonið...manstu?

Vinsælar færslur