Góðir síðsumar dagar

Það er allt í gangi hjá mér þessa dagana. Næstum of mikið. En allt samt frekar skemmtilegt. Ég er að undirbúa kennsluna mína. Hreyfa mig. Á leið í sumarbústað. Í lengstu samfelldu flugferð sem ég hef farið í. Það er eiginlega þetta síðasta sem mig hlakkar kannski minnst til. Það verður nefnilega dálítið erfitt ferðalag. Flogið langt. Mikil tíma mismunur. Stoppað stutt. Síminn minn mun ekki virka. Ferðavélin mín heldur ekki úti nema mesta lagi helming leiðarinnar. Ég á ekki einu sinni von á því að geta komist á Netið. Svo þetta á eftir að verða dálítið skrítið. En nóg að gera við undirbúning á þessu. Annars er ég í stuði til að vera jákvæður í dag. Langar að hrósa smá.

Fyrst langar mig til þess að hrósa þeim sem hafa verið að laga umferðarljósin á leið minni til og frá vinnu. Síðasta vetur var ég alveg farinn að kynnast því að sitja og komast áfram á svona 5-10 km hraða. Var jafnvel farinn að tala um að hjóla. Núna er búið að laga þetta allt. Aftur orðið best í heimi að búa í Hansabænum. Ekkert mál að komast þetta. Mér finnst það æðislegt. Svo kom sumarið loksins. Reyndar heldur seint fyrir flesta. En ekki mig. Mér finnst bara svo magnað að fá smá sól og hita. Verð eitthvað svo grár og blár á sálinni þegar ekki skín smá sól. Er eiginlega sama þó það sé ekki brjálæðislega heit.

Svo er ég alveg búinn að uppgötva podcasting. Sem mér finnst algjört töfra. Ég er nefnilega í þessum skrítna minnihlutahóp sem á ekki iPod. Þegar ég var að leita mér að spilara þá vantaði mig hann helst til þess að geta verið með þegar ég er að hreyfa mig. Svo ég fékk með spilara sem var ekki með hörðum disk. Á þeim tíma var engin iPod til sem var þannig. Svo hef ég mikið verið að spá í þessu síðan. En ekki séð ástæðu til. Fyrr en núna nýlega. Ég er allt í einu búinn að sjá ástæðu til þess að fjárfesta í iPod. Svo þetta getur farið í hugmyndalistann fyrir afmælisgjafir. Þá erum við að tala um 60GB útgáfuna. Bara svo það sé á hreinu. Þess vegna hef ég lítið notað iTunes. Fyrr en allt í einu um daginn að ég prófaði. Mér finnst þetta bara snilld. Nú fæ ég stöðugar fréttir frá New York Times, The Guardian og BBC. Tónlist frá Frisky Radio, Sasha og Resident Advisor og allt er þetta án þess að ég þurfi að borga neitt fyrir áskriftina. Þetta finnst mér algjör snild. Skemmtilegt að vera svona jákvæður. Hrósa einhverju. Það er víst svo sérlega gott fyrir geðheilsuna og karmað. Hefur þú hrósað einhverjum í dag?

Ummæli

Blinda sagði…
Hef stundað það í tvær vikur núna að hrósa sjálfri mér í spegli á hverjum morgni. Það er...spes - en....það hefur áhrif ;)

Svo vil ég hrósa þér Simmi, fyrir að vera góðhjörtuð og gjafmild sál, ávallt búinn og boðinn til að rétta hjálparhönd.

Margt væri öðruvísi hjá mér ef ekki væri fyrir þig.
Drífðu þig í spegilinn og góða ferð.
Nafnlaus sagði…
Gaman að lesa þetta Simmi, þú átt allt gott skilið...

og góða ferð:D
Nafnlaus sagði…
Mér finnst alveg ofur kúl að vera að fara í sumarbústað í öðru tímabelti!

Tek undir með stelpunum - þú ert bara æði!
Nafnlaus sagði…
Simmi, ég vissi að þú kæmir "over to the dark side" það var bara spurning um tíma. Ég skrái iPod í afmælisgjafaskrána mína... desember, mmmmm... nálægt sjötta, ef ég man rétt.. sem er nú ekki víst.

En svo af því að iPod er svo svalur geturðu líka notað hann með RSS lesara og lesið fréttir í flugvélinni.
Sem færir mig að upphaflegu ástæðunni fyrir því að ég sendi komment, hvert ertu að fljúga svona langt?

Vinsælar færslur