Hvað er þetta með þokuna?

Dagurinn í dag rann upp  bjartur og fagur. Var það framan af. En svo kom þoka. Loksins þegar við fengum góðan sumardag. Þá kom þoka og dagurinn sem leit út fyrir að verða einn af glæsilegustu dögum sumarsins. Hann varð að þokudegi. Til allrar hamingju var ég búinn að njóta helgarinnar. Fór nefnilega í frábæra gönguferð á Hengilsvæðið. Skoðaði Mardal i fylgd með skemmtilegum nýjum göngufélaga. Sem reyndar kom mér alla leið upp á Botnsúlur fyrr í sumar. Hafði einmitt minnst á að það væri skemmtilegur dalur þarna á Hengilsvæðinu sem ég þyrfti að sjá.

Svo þrátt fyrir að ég vaknaði frekar syfjaður í gær. Eiginlega svaf ég mun lengur en ég ætlaði mér. Þá reif ég mig bara á fætur og fann mér göngufélaga. Það er nefnilega þannig að þó svo að það sé fínt að rölta einn. Þá er alltaf skemmtilegra að hafa einhvern með sér. Svo mér til lukku var þessi einmitt til í að rölta. Það er nefnilega svolítið þannig að ef ég finn ekki göngufélaga. Þá verð ég of latur. Svo við sem erum að ganga þetta saman virkum hvetjandi hvort á annað. Bara það að fá símatal þar sem mér er boðið með. Það munar öllu. Sömuleiðis greinilega þegar ég er í stuði og fæ félagaskap.

Ég fékk í gær að skoða Mardal. Sem er afskaplega fallegur staður við Hengil. Þarna var víst nautarétt. Ekki nema ein leið inn í dalinn. Þegar búið var að smala nautunum þarna inn þá komust þau ekki út. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með staðinn. Sem er raunar eitt af því skemmtilega við að ganga svona um landið. Ég hef nefnilega séð staði frá nýjum sjónarhóli. Séð að hér í nágrenni höfuðborgarinnar eru perlur sem eingöngu er hægt að sjá með þessum hætti.

Eftir þessa skemmtilegu göngu þá var ég orðinn spenntur fyrir því að kíkja út fyrir bæjarmörkin. En veðurspá og veður var ekki þannig að mér fyndist það spennandi. Eiginlega bara þvert á móti. Því þó þetta snúist allt um að vera rétt búinn. Eiga búnað sem þolir smá vætu. Þá er það ekki það sem fær mig til þess að hlaupa út í sveit. En mikið óskaplega hefði ég verið til í að vera til dæmis í Borgarfirðinum í morgunn. Ég er í það minnsta alveg sannfærður um að sumarið er hreint ekki búið. En svo kom þokan.

Þó það hafi verið magnað að ganga í þokunni á Ísafirði. Þá verð ég að viðurkenna að ég hefði kosið að þessi dagur hefði verið sólardagur. Því þeir hafa bara ekkert verið of margir í sumar. En ætli ég hefði ekki bara þurft að vera inn á hálendi í dag. Alveg viss um að það hefur ekki sést nein þoka þar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
væri ekki rakið að koma sér upp göngufélagaskrá, eiga svona litla græna bók...

vel á minnst, innilega til hamingju með 1.sætið í bústkeppninni! vinningurinn bíður þín (óspilaður)
Barbie Clinton sagði…
Var enginn búinn að sgja þér að við erum að sleppa sumrinu í ár? Hendum okkur bara úr vetri í haust, tökum svo smá vor og svo beint í veturinn. Ku vera spennandi upplifun.
Nafnlaus sagði…
Gama að þú skulir minnast á Marardal, einn af mínum uppáhaldsstöðum við Hengilinn :-).

Lenti í mögnuðum aðstæðum þar í fyrra, sjá meðfylgjandi mynd:

http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1001038
Simmi sagði…
Vá Hugi - svaka fín mynd. Já, þetta er flottur staður og ef sumarið hverfur ekki alveg fyrir september er aldrei að vita nema maður nái þangað annari heimsókn:-) Dagurinn í dag blés mér í það minnsta í brjóst bjartsýni um að sumarið eigi eftir að sýna sig.
Nafnlaus sagði…
ótrúlega flott mynd!!!!

Vinsælar færslur