Góður hádegismatur
Ég kom sjálfum mér á óvart í hádeginu. Langaði ekki í það sem mötuneytið mitt bauð upp á. Finnst það stundum vera einsleitur matseðil. Svo ég fór og ætlaði bara á Búluna. Sést hvað ég hef stundum lítið hugmyndaflug. En þegar ég var að leggja þá rak ég allt í einu augun í Sushi stað. Sem ég hafði reyndar tekið eftir áður en hreint ekki munað eftir. Midori sushi smiðja er þarna rétt fyrir neðan. Náði mér í sushi og sá ekki eftir því. Ferlega skemmtilegt þegar maður kemur sjálfum sér svona á óvart. Svo er þetta líka svo holt.
Það sem mér finnst samt skemmtilegast af öllu er að sushi táknar raunverulega hrísgrjónarétt í Japan. Það er sem sagt miskilningur að halda að þetta séu fisk réttir. Því þetta getur innihaldið hvað sem er. Raunar er ekki svo langt síðan ég byrjaði að borða sushi. Reyndi það fram eftir öllum aldri. Fannst þetta aldrei neitt nema vont. Endaði svo á stað í Annapolis fyrir nokkrum árum síðan þar sem ég náði þessu loksins. Fékk svona líka svakalega gott sushi. Staðurinn heitir Yin Yankee og ég veit svo sem ekki hvort hann er enn jafn góður. Ef þú átt leið um þetta svæði þá mæli ég alveg með heimsókn til Annapolis. Fullt af góðum matsölustöðum.
Ummæli
- var einmitt að hugsa hvað það væri gaman að hafa fullt af svona litlum sætum matsölustöðum þarna niðri við höfn, gera upp þessi gömlu hús í staðinn fyrir að rífa allt niður og byggja einhvern óskapnað